fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Bróðir Pogba skvettir olíu á eldinn: Segir Pogba vilja vinna titla og að það sé ómögulegt hjá United

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 14:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru enn á ný læti í kringum Paul Pogba og Mino Raiola umboðsmann hans, þeir félagar gera nú allt til þess að tryggja að Pogba fari frá Manchester United í sumar. Miðjumaðurinn hefur viljað fara frá United í rúmt ár.

Pogba hefur spilað örfáa leiki á þessu tímabili en hann er frá vegna meiðsla, Raiola vill taka Pogba frá United í sumar en þangað kom hann árið 2016.

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United þoldi ekki Raiola og hans vinnubrögð. Þeir rifust harkalega þegar Pogba fór ungur að árum frítt frá United til Juventus. ,,Þú getur ekki átt manneskju hvar sem er í heiminum. Ég vona að Solskjær sé ekki að gefa í skyn að Pogba sé fangi. Áður en Solskjær tjáir sig um það sem ég segi þá ætti hann að kynna sér samhengið betur,“ sagði Raiola í gær en áður hafði Ole Gunnar Solskjær sagt að Pogba væri í eigu Manchester United.

Bróðir Pogba, Mathias Pogba hefur verið duglegur að ræða málin við fjölmiðla á Spáni en Real Madrid er orðað við Pogba. Hann ákvað í dag að skella olíu á eldinn.

,,Það vita allir að Paul vill fara frá Manchester United, hann vill spila í Meistaradeildinni og vinna titla,“ sagði Mathias.

,,Við vitum öll að United er ekki að fara að keppa um titla, sjáum hvað gerist í sumar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rúta PSG fór án Mbappe

Rúta PSG fór án Mbappe
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Markavélin tekur slaginn í úrvalsdeildinni næsta vetur – Orðinn 37 ára gamall

Markavélin tekur slaginn í úrvalsdeildinni næsta vetur – Orðinn 37 ára gamall
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tónlistargoðsögnin faldi sig heima hjá vini sínum: Þakklátur fyrir enga samskiptamiðla – ,,Töldum þetta vera slæma hugmynd“

Tónlistargoðsögnin faldi sig heima hjá vini sínum: Þakklátur fyrir enga samskiptamiðla – ,,Töldum þetta vera slæma hugmynd“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“
433Sport
Í gær

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur
433Sport
Í gær

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
433Sport
Í gær

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins