fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Zidane reiddist eftir spurningu blaðamanns: ,,Sambandið okkar hefur aldrei verið þannig“

Victor Pálsson
Mánudaginn 10. febrúar 2020 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er orðinn verulega þreyttur á spurningum blaðamanna varðandi Gareth Bale.

Það er oft talað um að samband Bale og Zidane sé slæmt en Zidane reiddist eftir 4-1 sigur á Osasuna í gær.

,,Vandamálið er að það er fólk sem vill að það séu vandamál á milli mín og Gareth,“ sagði Zidane.

,,Það er einfaldlega ekki sannleikurinn og það hefur aldrei verið þannig. Hann hefur ekki spilað í síðustu þremur leikjum en stóð sig vel í 70 mínútur í dag.“

,,Við eigum marga leikmenn hérna og það er ekki auðvelt að jafna hópinn út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Stefán telur þetta of algengt í umræðunni hér á landi – „Verið að reka þetta allt í fjölmiðlum, það fer rosalega í taugarnar á mér“

Stefán telur þetta of algengt í umræðunni hér á landi – „Verið að reka þetta allt í fjölmiðlum, það fer rosalega í taugarnar á mér“
433Sport
Í gær

Bendtner nefnir eina liðsfélagann á ferlinum sem hann þoldi ekki

Bendtner nefnir eina liðsfélagann á ferlinum sem hann þoldi ekki