Það stefnir allt í það að Liverpool muni vinna ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili.
Liverpool er með 22 stiga forskot á toppi deildarinnar þessa stundina og stefnir ekkert í að liðið sé að fara tapa stigum.
Liverpool er taplaust á toppnum og mun að öllum líkindum vinna úrvalsdeildina í fyrsta sinn.
Mark Gretton, stuðningsmaður liðsins, er áhyggjulaus og er búinn að fagna titlinum.
Gretton er búinn að húðflúra deildarsigurinn á sig þó að 13 umferðir séu eftir!