Aston Villa er búið að festa kaup á hinum efnilega Louie Barry frá stórliði Barcelona.
Frá þessu er greint í dag en þessi 16 ára gamli drengur kostar Villa aðeins eina milljón punda.
Barry spilaði ekki lengi með Barcelona en hann kom til félagsins frá West Brom síðasta sumar.
Hann spilaði með Barcelona í unglingadeild UEFA en hefur nú fengið leyfi á að snúa aftur til heimalandsins.
Óvíst er hvort Barry fái tækifæri með aðalliði Villa á tímabilinu vegna aldurs.