Gedson Fernandes, hefur skrifað undir hjá Tottenham og verður á láni frá Benfica næstu 18 mánuði. Eftir það hefur Tottenham forkaupsrétt á Fernandes og þarf að borga 56 milljónir punda.
Mourinho styrkir miðsvæði Tottenham en Christian Eriken gæti farið frá félaginu í janúar. Tottenham ætlar einnig að reyna að styrkja framlínu sína í janúar.
Fernandes er fæddur árið 1999 en hann á að baki tvo A-landsleiki fyrir Portúgal.
Benfica keypti Fernandes þegar hann var 10 ára gamall. Félagið borgaði þá litlu félagi í Portúgal, 35 þúsund krónur og lét félagið fá 25 bolta.
Félagið hefur því ávaxtað pund sitt ágætlega en Fernandes er mikið efni.