Robbie Savage, fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni var ekki skemmt þegar hann fór í vinnuna á laugardag. Hann var mættur á leik Rochdale og Newcastle.
Savage var að lýsa leiknum en hann var umdeildur leikmaður á sínum tíma, stuðningsmenn Newcaslte komu auga á Savage og fóru a syngja um að hann væri „wanker“ eða rúnkari.
,,Þeir sáu mig og fóru að syngja um mig,“ sagði Savage um atvikið á BBC í gær.
,,Ég tók þessu ágætlega, var brosandi. Setjið ykkur samt í þessa stöðu, ég var að reyna að vinna. Ef ég væri stuðningsmaður Newcastle, þá myndi ég skammast mín.“
,,Að syngja um einhvern sem er bara að reyna að vinna, ímyndið ykkur að vera í vinnu og fólk horfir á þig með símann í hönd og reynir að fá viðbrögð. Þetta var til skammar hjá stuðningsmönnum Newcastle.“
„@alanshearer texted me and said ‘I was the one who started the chants!'“ 😂@RobbieSavage8 says the #NUFC fans abusing him at Spotland yesterday were „embarrassing“ – but he’s taking it all in his stride 👇#BBC606 pic.twitter.com/DwfFB5twCg
— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) January 5, 2020