Þrátt fyrir að Manchester United hafi gengið í gegnum ólgusjó síðustu ár er félagið afar vel stætt fjárhagslega. Félagið borgar laun sem fá önnur félög í deildinni geta borgað.
Þannig er Manchester United með launahæsta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar ef marka má gögn Sportrac sem birtir lista yfir laun leikmanna. David De Gea þénar í dag 375 þúsund pund á viku, rúmar 60 milljónir íslenskra króna. Það er meira en Mesut Özil og Kevin de Bruyne sem koma þar á eftir.
Sjáðu launin hjá leikmönnum Liverpool: Stjarna liðsins þénar minna en meðalskussar
Paul Pogba er með talsvert minna en De Gea en Anthony Martial er þriðji launahæsti leikmaður félagsins.
Marcus Rashford hækkaði vel í launum í sumar og Harry Maguire fær vel borgað hjá félaginu.
Lista um þetta má sjá hér að neðan en einhverja leikmenn vantar á hann.