Liverpool hefur staðfest stóran samning félagisns við Nike, um að framleiða búninga félagsins. Samningurinn tekur gildi í sumar.
New Balance hefur framleitt búninga Liverpool síðustu ár en gott gengi félagisns hefur tryggt þeim stóran samning.
Samningurinn tekur gildi 1 júní en Liverpool mun þá frumsýna nýja Nike treyju sína fyrir næstu leiktíð.
Málið hefur verið flókið en New Balance fór með málið fyrir dóm, fyrirtækið taldi sig geta framlengt samninginn við Liverpool um eitt ár. Það tókst ekki og því verður það Nike sem sér um málið.
Samningurinn er sagður einn sá stærsti í sögu fótboltans en talið er að hann muni færa Liverpool í kringum 70 milljónir punda á ári, ögn minna en Manchester United fær frá Adidas.