Janúar er mánuðurinn þar sem allt gæti breyst hjá Manchester United, liðið gæti komist í úrsiltaleik deildarbikarsins og áfram í enska bikarnum. Liðið gæti þá einnig sett hræðslu í Liverpool þegar liðið fer á Anfield um miðjan mánuðinn.
Tímabilið gæti líka orðið enn verra en það er í dag, liðið gæti dottið úr leik í báðum bikarkeppnunum og tapað mikilvægum stigum í deildinin.
Solskjær segist vera að byggja upp nýtt lið og að það taki tíma, hann fær hins vegar ekki endalausan tíma og stuðningsmenn félagisns vilja sjá bætingar á leik liðsins.
United leikur þétt í desember og gæti það reynst liðinu erfitt, þunnskipaður hópur þegar kemur að öflugum leikmönnum.
Janúar hjá Manchester United:
7 janúar – Manchester United vs Manchester City (Deildarbikarinn)
11 janúar – Manchester United vs Norwich (Premier League)
14 janúar – Manchester United vs Wolves (FA bikarinn
19 janúar – Liverpool vs Manchester United (Premier League)
22 janúar – Manchester United vs Burnley (Premier League)
25/26 janúar – Watford/Tranmere v Wolves/Manchester United
29 janúar – Manchester City vs Manchester United (Deildarbikarinn)