,,Veggurinn,“ er skrifað á forsíðu AS á Spáni í dag og þar er Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid til umfjöllunar.
Courtois er á sínu öðru tímabili með Real Madrid en hann fékk nokkuð harða gagnrýni á síðustu leiktíð.
Markvörðurinn frá Belgíu fær hins vegar lof fyrir frammistöðu sína í ár, hann hefur fengið að meðaltali 0,56 mark á sig í leik.
Hann hefur því náð að halda hreinu nokkuð reglulega en Real Madrid er að berjast á toppi La Liga ásamt því að vera í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.