Tottenham er í vandræðum undir stjórn Jose Mourinho, eftir fína byrjun hefur hressilega hallað undan fæti hjá Mourinho.
Ekki hjálpar til að Harry Kane er meiddur og er talið að hann verði frá í tæpar, átta vikur. Tottenham er ekki með annan framherja til að fylla hans skarð.
Sérstaklega ekki eins og staðan er í dag, Mourinho hefur nefnilega breytt leikstíl liðsins á stuttum tíma. Liðið er farið að sparka boltanum lengra, þeir sem eru í dag hjá Tottenham vinna ekki marga skallabolta eins og Kane.
Tottenham gerði jafntefli gegn Middlesbrough í enska bikarnum, þar fór Mourinho að kenna því um að hafa ekki Kane og tölfræðin er með honum í liði. Miðað við leikstíl Mourinho, er liðið höfuðlaus her án framherja sem getur ekki farið í skallabolta.