,,Nat Phillips, sem er á bekknum hjá Liverpool í kvöld, braut kertastjaka heima hjá mömmu og pabba fyrir 14 árum síðan,“ skrifaði Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Víkings á Twitter fyrir þremur dögum. Phillips var þá aðeins átta ára gamall.
Phillips var þá varnarmaður hjá Liverpool gegn Sheffield United, hann spilaði svo í gær gegn Everton í enska bikarnum. Phillips er 22 ára gamall varnarmaður, hann lék allan leikinn í sigri gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í bikarnum.
Phillips hefur sterka tengingu til Íslands en hingað hefur hann komið, faðir hans Jimmy Philips lék með Guðna Bergssyni hjá Bolton. Þeir voru liðsfélagar í sex ár og voru miklir vinir.
Halldór greinir frá því að Guðni sé guðfaðir Phillips sem fæddist árið 1997, þegar Jimmy og Guðni léku saman hjá Bolton. Jimmy hefur stýrt unglingastarfi Bolton síðustu ár.
Phillips gekk í raðir Liverpool frá Bolton áirð 2016 en hann hóf tímabilið á láni hjá Stuttgart en var kallaður til baka vegna meiðsla hjá Liverpool.
Phillips hefur ekki borgað kertastjakann til baka en gæti gert það núna, þegar hann er byrjaður að spila með Liverpool. ,,Hann er allavega viljandi ekki búinn að borga hann til baka,“ skrifaði Halldór í svari þegar hann var spurður hvort hann hefði brotið hann, viljandi.
Nat Phillips, sem er á bekknum hjá Liverpool í kvöld, braut kertastjaka heima hjá mömmu og pabba fyrir 14 árum síðan 🤷🏼♂️
— Halldór Smári (@hallismari) January 2, 2020