fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Ný stjarna Liverpool braut kertastjaka á heimili Halldórs á Íslandi: Er guðsonur Guðna Bergs

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. janúar 2020 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Nat Phillips, sem er á bekknum hjá Liverpool í kvöld, braut kertastjaka heima hjá mömmu og pabba fyrir 14 árum síðan,“ skrifaði Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Víkings á Twitter fyrir þremur dögum. Phillips var þá aðeins átta ára gamall.

Phillips var þá varnarmaður hjá Liverpool gegn Sheffield United, hann spilaði svo í gær gegn Everton í enska bikarnum. Phillips er 22 ára gamall varnarmaður, hann lék allan leikinn í sigri gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í bikarnum.

Phillips hefur sterka tengingu til Íslands en hingað hefur hann komið, faðir hans Jimmy Philips lék með Guðna Bergssyni hjá Bolton. Þeir voru liðsfélagar í sex ár og voru miklir vinir.

Halldór greinir frá því að Guðni sé guðfaðir Phillips sem fæddist árið 1997, þegar Jimmy og Guðni léku saman hjá Bolton. Jimmy hefur stýrt unglingastarfi Bolton síðustu ár.

Phillips gekk í raðir Liverpool frá Bolton áirð 2016 en hann hóf tímabilið á láni hjá Stuttgart en var kallaður til baka vegna meiðsla hjá Liverpool.

Phillips hefur ekki borgað kertastjakann til baka en gæti gert það núna, þegar hann er byrjaður að spila með Liverpool. ,,Hann er allavega viljandi ekki búinn að borga hann til baka,“ skrifaði Halldór í svari þegar hann var spurður hvort hann hefði brotið hann, viljandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Í gær

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Í gær

Breyta afstöðu sinni varðandi Mainoo

Breyta afstöðu sinni varðandi Mainoo
433Sport
Í gær

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“
433Sport
Í gær

KR staðfestir ráðninguna á Hilmari Árna

KR staðfestir ráðninguna á Hilmari Árna
433Sport
Í gær

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram