Harry Winks, miðjumaður Tottenham er líklega til sölu nú í janúar en Jose Mourinho hefur ekki gefið honum traustið. Þessi 23 ára gamli enski miðjumaður hefur aðeins í tvígang spilað 90 mínútur undir stjórn Mourinho.
Winks byrjaði í bikarnum gegn Middlesbrough í gær en fór af velli eftir klukkutíma, vegna meiðsla. Hann er sagður hafa áhuga á því að fara.
The Athletic segir að stjórnarmenn Manchester United, hafi rætt stöðu Winks og hafi áhuga á að kaupa hann. Miðsvæði United er þunnskipað og gæti Winks leyst einhvern vanda.
Ensk blöð segja að Manchester City hafi einnig áhuga, Fernandinho gæti farið í sumar og er liðið einnig að skoða aðra miðjumenn.
Winks er enskur landsliðsmaður og vill spila mikið á næstu vikum til að komast með á Evrópumótið.