Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, er búinn að finna sér nýjan umboðsmann samkvæmt nýjustu fregnum.
Lingard fær reglulega að spila hjá United en sumir vilja meina að hann sé einfaldlega ekki nógu góður fyrir liðið.
Mino Raiola er umboðsmaðurinn umtalaði en hann hefur séð um mál Paul Pogba síðustu ár.
Raiola er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna United en hann þykir vera gráðugur og hugsar mest um eigin hagnað.
Lingard hefur nú ráðið Raiola til starfa samkvæmt fregnum en leikmaðurinn er orðaður við brottför í janúar.