Það er lítið við sóknarmenn Manchester United að sakast í ár en Marcus Rashford, Anthony Martial og Daniel James hafa skilað sínu. Þá hefur Mason Greenwood nýtt sín tækifæri afar vel.
Það eru hins vegar miðjumenn liðsins sem gera lítið sem ekkert til að hjálpa sóknarleik liðsins. Þeir skora lítið sem ekkert og leggja upp lítið.
Þannig hafa þrír miðjumenn félagisns ekki lagt upp mark eða skorað á þessu tímabili. Miðjumenn félagisns hafa skorað fjögur mörk og lagt upp sex.
Mikið er talað um að Ole Gunnar Solskjær vilji versla miðjumenn og það gæti gerst fyrr en síðar, miðað við tölfræðina.
Tölfræðin hjá miðjumönnum United:
Fred 0 mörk 0 stoðsendingar
Pereira 1 mörk 3 stoðsendingar
Mata 0 mörk 0 stoðsendingar
McTominay 3 mörk 1 stoðsending
Pogba 0 mörk 2 stoðsendingar
Lingard 0 mörk 0 stoðsendingar