Jerome Boateng er líklega ekki á leið til Arsenal ef marka má orð Hansi Flick, stjóra liðsins.
Boateng er sterklega orðaður við Arsenal þessa dagana en hann hefur aðeins spilað níu deidlarleiki á þessu tímabili fyrir Bayern.
,,Jerome er leikmaður Bayern Munchen og ég ætla ekki að hafa áhyggjur af einhverjum sögusögnum eins og síðustu ár,“ sagði Flick.
,,Jerome mætti til baka á æfingar mjög vel stemmdur og hann var tilbúinn eftir fríið. Ég bíð spenntur eftir næstu viku.“
,,Ég er ekki að hugsa um hvort hann sé á förum eða ekki. Hann hefur ekki sagt neitt og við ræðum reglulega saman.“