Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, gæti enn fengið fyrirliðabandið hjá félaginu undir Mikel Arteta.
Xhaka var með bandið hjá Arsenal í byrjun tímabils áður en hann lenti upp á kant við stuðningsmennn liðsins.
Arteta er nýtekinn við Arsenal en hann hefur stöðvað skipti Xhaka til Hertha Berlin í janúarglugganum.
Arteta virðist vera hrifinn af leikmanninum og segir hann vera ánægðan á Emirates þessa stundina.
,,Ég veit það ekki. Aðeins tíminn leiðir það í ljós. Eins og er þá er hann ánægður hér og er tryggur félaginu,“ sagði Arteta.