Emmanuel Adebayor, fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester City, gæti verið á leið aftur til Englands.
Frá þessu greina enskir miðla en Adebayor er án félags þessa stundina eftir dvöl í Tyrklandi.
Adebayor var síðast á mála hjá Kayserispor þar sem hann lék aðeins átta leiki og skoraði í þeim tvö mörk.
Aston Villa vill fá Adebayor á frjálsri sölu til að leysa hinn meidda Wesley af hólmi sem verður frá út tímabilið.
Adebayor á að baki leiki fyrir Arsenal, City, Tottenham og Crystal Palace á Englandi og þekkir það vel að skora mörk.