fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Arnór skilur neikvæðu umræðuna: ,,Smá spark í rassinn“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. september 2019 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Tirana

Arnór Ingvi Traustason er mættur til Albaníu ásamt íslenska landsliðinu sem spilar í undankeppni EM á morgun.

Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik við Albaníu og við ræddum við Arnór fyrir verkefni morgundagsins.

Arnór byrjaði síðasta leik í 3-0 sigri á Moldóva og er að standa sig vel með Malmö í Svíþjóð.

,,Þetta var ágætis flug svosem þó þetta hafi verið fimm tímar. Ég svaf vel í nótt sem er gott,“ sagði Arnór.

,,Ég er að standa mig vel með Malmö og langaði að spila í þessu verkefni. Mig langaði að starta og það kom mér ekkert rosalega á óvart en aftur á móti er alltaf heiður að spila með landsliðinu.“

,,Ég hef spilað vel með með Malmö og meiðslin koma á óheppilegum tíma, ég var á góðu róli en mér finnst ég hafa bara farið beint aftur í það form sem ég var í. Mér líður vel á vellinum og reyni að vinna mér inn sæti.“

,,Við getum ekkert verið að misstíga okkur og ætlum ekki að gera það. Þetta mun 100 prósent ráðast á þessum tveimur leikjum í nóvember og ef við gerum okkar þá vinnum við þá á morgun.“

Síðasti leikur fór 3-0 gegn Moldóva á laugardalsvelli en leikurinn á morgun ætti að vera mun erfiðari.

,,Við gerðum það sem við þurftum gegn Moldóva og ekki meira en það. Þetta var ekki besti leikurinn okkar en við gerðum það sem við þurftum að gera. Við gerðum þrjú mörk og fáum á okkur ekkert.“

,,Hér verður þetta mun erfiðara en þetta er verkefni sem við teljum að við eigum að gera vel í og taka.“

Íslenska liðið er að taka við sér eftir erfitt gengi í Þjóðadeildinni í fyrra þar sem við fengum skell eftir að hafa spilað á HM í Rússlandi.

,,Allir bjuggust við því að við myndum ganga yfir Sviss og Belgíu eftir því sem undan hafði gengið. Okkur gekk vel gegn stórum þjóðum en svo fengum við skell.“

,,Mér finnst við hafa unnið vel úr því og erum á toppnum ásamt Frökkum og Tyrkjum og gerum að gera vel. Ég skil alveg þessa neikvæðu umræðu.“

,,Við vissum alveg af hverju þetta var. Hún átti rétt á sér og ef eitthvað var þetta smá spark í rassinn.“

,,Það eru allir klárir og það eru þrjú stig sem skipta máli á morgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Í gær

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Í gær

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta