fbpx
Miðvikudagur 05.ágúst 2020
433Sport

Bjarni skilur ekki af hverju konur standa ekki með konum: „Ekki hægt að gera stór­ar kröf­ur til fólks sem hugs­ar í læk­um“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. september 2019 09:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu stingur niður penna í blað dagsins og ræðir um áhuga kvenna á kvennaknattspyrnu.

Íslenska kvennalandsliðið sem hefur staðið sig með miklum sóma síðustu ár, er enn að berjast við það að fá fólk á völlinn. Bjarni bendir á hræsnara sem hrópa og kalla á samfélagsmiðlum en sjást síðan aldrei á vellinum.

,,Sam­kvæmt nýj­ustu töl­um frá KSÍ eru 25.000 knatt­spyrnuiðkend­ur á Íslandi í dag. Til þess að telj­ast til knatt­spyrnuiðkenda þarftu að annaðhvort æfa eða keppa í fót­bolta. Af þess­um 25.000 iðkend­um eru einn þriðji kven­kyns eða rúm­lega 8.000. Það þýðir að rúm­lega átta þúsund stelp­ur eða kon­ur æfa eða keppa í fót­bolta á Íslandi og iðkend­um hef­ur fjölgað jafnt og þétt á milli ára,“ skrifar Bjarni í blað dagsins.

Liðið var að ljúka við tvo fyrstu leiki sína í undankeppni EM og vann tvo góða sigra, lítið var af fólki í stúkunni.

,,Íslenska kvenna­landsliðið í knatt­spyrnu hóf leik í unda­keppni EM 2021, mánu­dag­inn 29. ág­úst, þegar liðið vann 4:1-sig­ur á Ung­verjalandi á Laug­ar­dals­velli. 2.019 manns mættu á leik­inn. Ísland mætti svo Slóvakíu 2. sept­em­ber og þá mættu 2.346 manns á völl­inn og sáu Ísland vinna 1:0-sig­ur. Það var geggjað veður báða leik­dag­ana, hit­inn var í kring­um 12° stig og heiðskýrt.“

Bjarni bendir svo á það sem hafa hæst um jafnrétti í öllu og þá sérstaklega knatt­spyrnu­hreyf­ing­unni.

,,Það er í tísku í dag að móðgast fyr­ir hönd annarra en ég fyr­ir mitt litla leyti fæ bara ekki skilið af hverju það mæta rúm­lega 2.000 manns á lands­leik á virk­um degi í frá­bæru veðri. Þegar HM-kvenna fór fram í sum­ar keppt­ist fólk við að hrósa öfl­ug­um og lit­rík­um knatt­spyrnu­kon­um og drulla yfir grút­lina og per­sónu­lausa knatt­spyrnu­menn á sama tíma.“

,,Það er svo sem ekki hægt að gera stór­ar kröf­ur til fólks sem hugs­ar í læk­um. Það veld­ur mér hins veg­ar von­brigðum að fólk sem hef­ur kallað eft­ir jafn­rétti í knatt­spyrnu­hreyf­ing­unni hérna heima geti ekki drullað sér á völl­inn. Þá finnst mér skítt, með fullri virðingu fyr­ir bæði kon­um og körl­um, að kon­ur standi ekki bet­ur við bakið á öðrum kon­um með því að mæta með unga knatt­spyrnuiðkend­ur sína á leiki hjá kvenna­landsliðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 4 dögum

„Það eina sem hægt er að gera í þessu er að bíða, vona það besta og búa sig undir það versta“

„Það eina sem hægt er að gera í þessu er að bíða, vona það besta og búa sig undir það versta“
433Sport
Fyrir 4 dögum

„Við verðum fara aft­ur af stað sem fyrst“ segir Jóhann um fótboltann á Íslandi

„Við verðum fara aft­ur af stað sem fyrst“ segir Jóhann um fótboltann á Íslandi