fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Gary Martin gerir up farsann á Hlíðarenda: Hafði ferð hans til Miami áhrif? – „Versta ákvörðun sem Óli Jó hefur tekið“

Victor Pálsson
Mánudaginn 30. september 2019 21:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Martin var gestur dagsins í hlaðvarpsþættinum vinsæla 90 mínútur sem er birtur hér á 433.is. Gary er nafn sem flestir Íslendingar kannast við en hann er leikmaður ÍBV í Pepsi Max-deild karla og var áður á mála hjá ÍA, KR og Víkingi.

Það var mikið talað um Gary í sumar er hann var leystur undan samningi hjá þáverandi Íslandsmeisturum Vals. Við fengum Gary til að opna sig um þann tíma sem var auðvitað ansi erfiður og var ýmislegt sem gekk á bakvið tjöldin.

Gary byrjar að ræða fyrstu vikurnar hjá Val en hann fékk að kynnast öðruvísi æfingum en hann var vanur – undir stjórn Ólafs Jóhannessonar.

Gary elskaði tímann hjá Val til að byrja með þó að hann hafi ekki mætt í sínu besta standi til landsins. ,,Fólk man kannski ekki eftir því en ég samdi í desember. Ég var búinn að ná samkomulagi við Val og Lillestrom var reiðubúið að hleypa mér burt,“ sagði Gary.

,,Það var allt í góðu. Ég vissi að ég væri á leið til Vals í desember. Ég horfði á þessa leikmenn og ég vildi spila með þeim. Óli Jó reyndi að fá mig í fjögur ár og hlaut því að vera hrifinn af mér.“

,,Ég fór þangað. Valur er frábært félag og það er allt fullkomið þarna. Málið er að mér leið svo vel og ég elskaði að vera þarna. Fólk segir að ég sé klikkaður en ég er alls ekkert bitur út í Val. Mér leið vel og eins og heima hjá mér.“

,,Ég gat ekki spilað þar til í febrúar. Ég man eftir því að við fórum í yoyo-test í Egilshöll – allir leikmennirnir voru búnir að spila í Lengjubikarnum og á Reykjavíkurmótinu. Ég hafði ekki spilað leik og endaði í þriðja sæti. Ég hugsaði með mér að þessir leikmenn væru ekki í jafn góðu standi og ég. Við hlupum ekkert á undirbúningstímabilinu, kannski þrisvar sinnum á fjórum mánuðum.“

Þrátt fyrir góðan árangur í hlaupa prófinu þá fannst Gary líkaminn ekki vera í nógu góðu standi. Gary lyfti mikið í ræktinni og var þess vegna mjög vöðvamikill í byrjun tímabils eins og margir tóku eftir.

,,Mér leið eins og ég væri ekki í standi. Það er kannski mér að kenna að ég hafi ekki verið í standi en ég ætla ekki í ræktina og hlaupa um morgnana og svo vera þreyttur á æfingum svo allir geti öskrað á mig fyrir að hlaupa ekki.“

,,Það eru stórir karakter þarna, Birkir Már, Haukur Páll, Kristinn Freyr, það eru margir leikmenn sem hafa spilað erlendis, Bjarni Ólafur, Hannes, þeir vilja góða æfingu og ég ætla ekki að hlaupa á morgnana og mæta til leiks þreyttur svo þeir geti öskrað á mig.“

,,Ég þurfti að halda orkunni svo ég lyfti á morgnana og um kvöldið þá fór æfingin fram en það voru engin hlaup svo ég þyngdist. Ég var ekki feitur, ég var bara tankur. Ég var stór. Mér leið eins og það væru engin vandamál á undirbúningstímabilinu.“

,,Það voru lykilmenn sem voru meiddir. Samband mitt og Óla var frábært í byrjun – hann var fyndinn en mér fannst æfingarnar ekki frábærar. Það vita allir að æfingar Óla Jó snúast um spil. Ég ætlaði ekki að kvarta því árið áður í Noregi þá hlupum við endalaust. Ég var ánægður en eftir fimm mánuði er það heldur leiðinlegt.“

Gary ræddi svo samband hans við Óla Jó en allt fór úr böndunum í byrjun sumars áður en Gary var látinn fara. Framherjinn sá þennan rússíbana alls ekki koma og segir að það hafi verið uppsöfnuð smáatriði sem gerðu út um tíma hans að lokum.

,,Það voru engin vandamál á milli mín og Óla Jó – ég sá þetta ekki koma. Mér leið eins og ég væri ekki í nógu góðu standi áður en tímabilið byrjaði og bjóst ekki við því sem gerðist. Ég sit til baka og horfi á allt og hugsa með mér að það hafi verið smáatriði sem voru uppsöfnuð og voru á endanum of mikið.“

,,Þið þekkið mig, ef ég er að gera eitthvað þá vita allir af því. Ég kem úr bæ þar enginn gerir neitt. Ef ég geri eitthvað þá er það ekki til að sýna mig heldur er ég að skemmta mér. Óli vildi að ég myndi hætta að fara í ræktina sem ég gerði en ég hafði gert það í 15 ár og þekki minn líkama. Það voru smáatriðin.“

Einnig talar Gary um mögulega örlagaríka ferð til Miami en hann og Ólafur Karl Finsen skelltu sér þangað í fríinu á meðan aðrir leikmenn ferðuðust saman. Liðið var þá í æfingaferð í Flórída.

,,Á undirbúningstímabilinu þá fór allt liðið saman en ég og Óli Kalli fórum til Miami. Ég tel ekki að það hafi verið vandamál en það er hægt að horfa á það sem vandamál. Við fengum tvo daga í frí og þú mátt gera það sem þú vilt. Við fórum þangað og skemmtum okkur og svo þegar við komum til bara spurði ÓIi okkur hvernig Miami hefði verið og við grínuðumst með það.“

Gary sér eftir því að hafa birt myndir á Instagram eftir að hafa skorað mark gegn ÍA í Pepsi-Max deildinni. Það var ónefndur aðili sem nefndi þetta við Gary sem áttaði sig ekki á því sem hann var að gera þegar hann birti færslurnar.

,,Ég man að við töpuðum gegn ÍA og ég fattaði þetta ekki fyrr en einhver nefndi þetta við mig um daginn. Sá sem nefndi þetta er örugglega heimskari en ég. Við töpuðum gegn ÍA og ég skoraði úr víti. Ég setti tvær myndir á Instagram daginn eftir nánast fagnandi því að ég hafi skorað en við töpuðum. Þú hugsar ekki út í þetta fyrr en eftir á.“

,,Ef ég væri þjálfari og hefði séð þetta þá hefði ég hugsað: ‘er þessi gaur að meina þetta?’ Þannig er ég bara. Ég hefði aldrei átt að birta þetta. Það var ekki rétt en ég tel ekki að það hafi verið helsta vandamálið.“

Einnig segir Gary að hann hafi einfaldlega spilað illa með Val og veit það best sjálfur.

,,Ég var ekki að spila vel með Val og ef þú horfir aftur á leikina þá spilaði ég ekki vel. Ég var ömurlegur en enginn spilaði vel. Ekki misskilja mig, ég var ömurlegur en ég skoraði.“

,,Markið gegn Víkingum var frábært. Ef þú horfir á það aftur þá sérðu það. Mér fannst ég geta hlaupið í þeim leik og taldi það ekki vera vandamál. Við spiluðum ekki vel en skoruðum þrjú í fyrsta leik og fengum stig heima. Það er ekki mér að kenna. Ég get ekki varið markið líka.“

,,KA á útivelli, ég var hörmulegur. Varnarmaðurinn var valinn bestur í umferðinni og fólk talaði um að hann væri með mig í vasanum. Ég hata þegar þeir gera það. Ef ég hefði viljað það þá hefði ég valtað yfir hann en á þessum degi var líkaminn í slæmu standi sem og sjálfstraustið. Þennan dag þá var ég versti maður vallarins.“

,,Gegn ÍA Var ég ekki góður en í þessu leikkerfi þá á ég að fá boltann í lappir og þannig spila ég ekki. Þið keyptuð mig og vitið hvernig ég spila. Svo ákveðið þið að ég henti ekki kerfinu, það er ódýr leið burt.“

Það var talað um að samband Gary við aðra leikmenn Vals væri nánast í molum en hann harðneitar þeim sögusögnum.

,,Þetta passaði samt því ég spilaði ekki vel og liðið ekki heldur. Það er ekki bara framherjanum að kenna. Ef þú ert með framherja þá þarf einhver að hjálpa honum. Fólk segir það hafi andað köldu á milli mín, Kaj Leo og Emil Lyng en ég og Kaj erum góðir vinir. Þetta er algjört kjaftæði.“

,,Við vorum óheppnir að Andri hafi ekki verið heill, Kristinn Freyr var ekki heill, Óli Kalli var ekki heill – Andri er ótrúlegur og ef þeir hefðu verið heilir þá hefði þetta endað öðruvísi fyrir mig og Val. Ég trúi því.“

Gary er sammála þeim sem segja að hann hafi ekki hentað leikkerfinu og skilur ákvörðun Óla að fá inn nýjan framherja. Hann vaknaði svo við það einn daginn að fjölmiðlar voru að greina frá því að hann væri á förum frá félaginu sem kom honum verulega á óvart.

,,Ég er sammála þeim sem segja að ég hafi ekki hentað leikkerfinu, ég var ömurlegur hjá Val í fyrstu þremur leikjunum en ég skoraði, það er mitt starf.“

Gary segir jafnframt að enginn annar en Óli Jó hafi tekið þessa ákvörðun um að losa hann undan samningi.

,,Á einum sunnudegi þá funduðum við saman og hann sagði við mig að ég væri ekki að spila vel og að hann þyrfti að fá inn annan framherja sem ég samþykkti, ég var sammála. Ef ég hefði ekki verið sammála þá myndi ég láta hann vita – ef hann vill fá framherja sem getur fengið boltann í lappir þar til aðrir ná heilsu þá er það hans ákvörðun, hann er þjálfarinn.“

,,Svo vakna ég við þær fréttir að Gary Martin sé á förum frá Val. Ég hugsaði með mér ‘bíddu nú við’ – ég vissi að við værum að fá nýjan framherja en ég vissi ekki að ég væri á förum. Svo sprakk síminn minn nánast.“

,,Ég tel að þetta hafi orðið mun stærra en fólk bjóst við. Þetta komst á þann stað að það var ekki aftur snúið. Í lok dags þá tók hann þessa ákvörðun sjálfur að losa sig við mig. Ekki leikmennirnir, ekki stjórnin – Óli Jó fær borgað fyrir að taka svona ákvarðanir og þetta var örugglega versta ákvörðun sem hann hefur tekið sem þjálfari. Sjáðu hvað gerðist eftir þetta.“

,,Það er eina alvöru vandamálið. Ég virði hann sem þjálfara og manneskju. Hann er örugglega frábær náungi og þú gætir fengið þér kaffi með honum og hlegið. Hann taldi að ég myndi skemma móralinn í liðinu þó að að hann ætlaði ekki að nota mig.“

Gary var bannað að mæta á æfingar hjá Val og telur hann sig vita af hverju. Óli Jó hefði neyðst til að nota Gary ef hann væri á æfingasvæðinu og bað hann því vinsamlegast um að halda fjarlægð.

,,Ég verð alveg hreinskilinn hérna – hann þurfti að nota mig. Hann hefði þurft að nota mig því hann var ekki með framherja. Hann vildi sjá mig fara, ég fór ekki og þá þarf hann að nota mig – þannig sá hann þetta. Mér er alveg sama hvað einhver segir, hann var ekki að fara nota neinn frammi fyrir utan mig ef ég hefði verið áfram.“

,,Hann vildi það ekki og ég held að það hafi verið eina leiðin til að ná því, að stöðva mig frá því að mæta á æfingar. Ég samþykkti það því þeir unnu Fylki og hann sagði mér að halda fjarlægð yfir helgina. Þeir áttu leik gegn FH og ég vildi ekki trufla hópinn. Ég samþykkti að æfa ekki því ég vildi gera það sem var best fyrir liðið.“

,,Fólk veit ekki af þessu en ég samþykkti að halda fjarlægð þó að það væri minn réttur að fá að mæta. Svo töpuðu þeir gegn FH. Ég horfði á þá gegn FH og var ekki hluti af hópnum en ég fagnaði samt þegar þeir skoruðu. Ég fattaði það ekki fyrr en seinna að öll stjórnin sat fyrir aftan mig. Ef þeir segja einhvern tímann að ég hafi ekki staðið við bakið á liðinu þá er það lygi.“

,,Ég stóð alltaf með liðinu, 100 prósent hvort sem ég var í liðinu eða ekki. Þeir töpuðu þeim leik og svo hélt þessi saga áfram. Ég vildi svo mikið snúa aftur og byrja að æfa en ég mátti það ekki. Mér var sagt að það væri planið að rifta samningnum og svo gerðist það og ég fór.“

Viðtalið má heyra í heild hér að neðan eða í hlaðvarpsveitum og Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær