fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Víkingur gerir samning við Arnar sem þekkist ekki á Íslandi: Óuppsegjanlegur af beggja hálfu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. september 2019 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samning sinn við Arnar Bergmann Gunnlaugsson til tveggja ára.

Samningurinn er óuppsegjanlegur af beggja hálfu. Arnar tók við liðinu síðastliðið haust af Loga Ólafssyni og hefur gríðarleg ánægja verið með störf hans í Fossvoginum.

Flestir þjálfarar á Íslandi eru með samning sem hægt er að segja upp eftir hvert tímabil, bæði af hálfu þjálfara og félags.

Tímasetning framlengingarinnar í aðdraganda bikarúrslitaleiks er öllum sem koma að félaginu mikið ánægjuefni.

Knattspyrnudeild Víkings hlakkar til áframhaldandi uppbyggingar í samvinnu við Arnar og skorar á alla Víkinga að mæta á bikarúrslitaleikinn á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni