fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

United fær fund með Twitter vegna kynþáttafordóma í garð Pogba

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram frábær leikur í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag er Manchester United heimsótti Wolves. Það vantaði ekki fjörið á Molineaux en United tók forystuna í fyrri hálfleik með góðu marki Anthony Martial.

Staðan var 1-0 í hálfleik en í þeim síðari þá jafnaði Ruben Neves metin fyrir Wolves með stórkostlegu skoti fyrir utan teig. Stuttu seinna fékk United vítaspyrnu og steig Paul Pogba á punktinn – hann fiskaði spyrnuna sjálfur. Rui Patricio sá hins vegar við Pogba á punktinum en spyrna franska landsliðsmannsins var slök. Það var fjör á síðustu mínútum leiksins en fleiri voru mörkin ekki og lokastaðan, 1-1.

Pogba hefur verið teiknaður upp sem skúrkur en hann hefur fengið mörg ógeðsleg skilaboð á netinu. Mirror fjallar um málið en um er að gróft kynþáttaníð, N-orðið er mikið notað. Manchester United hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. ,,Manchester United er með óbragð í munni vegna kynþáttaníðs í garð Paul Pogba,“ segir meðal annars.

Nú hefur United fengið fund með Twitter þar sem mest af þessum fordómum eru í fótboltanum. United vill ræða málin hvort ekki sé hægt að koma í veg fyrir aðganga sem eru í nafnleynd. Uppi eru hugmyndir um að þú þurfir að setja inn skilríki til að fá aðgang á Twitter.

Knattspyrnuheimurinn er að ógeð af ofbeldinu sem er á veraldarvefnum, þar er mikið af fólki sem kemur fram án nafns og lætur ljót ummæli falla. Knattspyrnumenn vilja breytingar á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga