Aritz Aduriz reyndist hetja Athletic Bilbao í kvöld í leik gegn Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni.
Athletic byrjar tímabilið af miklum krafti en liðið vann 1-0 heimasigur á Barcelona.
Aduriz gerði eina mark Athletic undir lok leiksins og var það stórkostlegt.
Þessi 38 ára gamli sóknarmaður bauð upp á frábæra klippu eftir fyrirgjöf frá hægri og tryggði liðinu stigin þrjú.
Sjón er sögu ríkari.
Ahtletic – Barcelona golazoo Aduriz pic.twitter.com/mnzxk7vVAz
— Albertosc (@Alberto35818840) 16 August 2019