fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Kolbeinn upplifði sig sem skrímsli: Forsetinn sagði ósatt – „Hef oft íhugað að hætta“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. júní 2019 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir. Gestur þáttarins að þessu sinni er Kolbeinn Sigþórsson sem er einn allra besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur átt, þá sérstaklega þegar hann hefur klæðst treyju landsliðsins.

Hann hefur upplifað allar hliðar fótboltans, hann var barnastjarna sem varð síðar Hollandsmeistari með Ajax, þrjú ár í röð. Hann gekk í raðir Nantes í Frakklandi, þar sem hann upplifði afar erfiða tíma.

Ótrúleg meiðsli hafa herjað á Kolbein sem hefur orðið til þess að hann hefur íhugað að hætta í fótbolta oftar en einu sinni.

„Jájá, al­veg oft sko. Það er svo oft búið að segja við mig að ég sé bú­inn. Ég var svo lengi frá og svo gerðist aldrei neitt. Það var aldrei vilj­inn og mig langaði aldrei að hætta,“ sagði Kolbeinn um það, hvort hann hefði íhugað að hætta.

Mikil harka færðist í leikinn þegar Nantes vildi losna við Kolbein sumarið 2018, forseti félagsins talaði illa um hann í fjölmiðlum. Flest af því sem hann sagði kemur ekki heim og saman við það sem Kolbeinn hefur að segja

„Ég skil ekki ástæðuna fyr­ir því að þetta varð svona. Það var eng­in ástæða. Mér fannst ég orðinn eitt­hvað skrímsli þarna á tíma­bili. En hann talaði bara í fjöl­miðlum en aldrei við mig, svo ég svaraði sann­leik­an­um til baka. Það kannski pirraði hann, en auðvitað átti hann að koma til mín ef hann var ósátt­ur við mig. Það hefði ég viljað, en hann gerði það ekki og það voru ekki eðli­leg sam­skipti eft­ir það.“

Kolbeinn er á góðum stað í dag, hann er heill heilsu, laus frá Nantes í Frakklandi og er byrjaður að spila með AIK í Svíþjóð. Þá er hann í landsliðshópi Íslands sem mætir Albaníu og Tyrklandi i undankeppni EM á næstu dögum.

Þáttinn má heyra í heild hér að neðan, eða í hlaðvarpsveitum og Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Albert svarar spurningum um sjálfan sig – „Það gerir mig feitan en hann er góður“

Albert svarar spurningum um sjálfan sig – „Það gerir mig feitan en hann er góður“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer ófögrum orðum um Bjarna Jó og segir hann vonlausa manneskju –  „Þá var samband okkar dautt“

Fer ófögrum orðum um Bjarna Jó og segir hann vonlausa manneskju –  „Þá var samband okkar dautt“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað er pirraður leikmaður Liverpool að gera í Barcelona?

Hvað er pirraður leikmaður Liverpool að gera í Barcelona?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gary opnar sig um brotthvarfið frá KR – „Það veit þetta eiginlega enginn“

Gary opnar sig um brotthvarfið frá KR – „Það veit þetta eiginlega enginn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viðar segir að fullyrðing Guðmundar standist ekki – „Jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp“

Viðar segir að fullyrðing Guðmundar standist ekki – „Jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp“
433Sport
Í gær

Silva aftur heim

Silva aftur heim
433Sport
Í gær

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar