fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Kolbeinn upplifði sig sem skrímsli: Forsetinn sagði ósatt – „Hef oft íhugað að hætta“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. júní 2019 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir. Gestur þáttarins að þessu sinni er Kolbeinn Sigþórsson sem er einn allra besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur átt, þá sérstaklega þegar hann hefur klæðst treyju landsliðsins.

Hann hefur upplifað allar hliðar fótboltans, hann var barnastjarna sem varð síðar Hollandsmeistari með Ajax, þrjú ár í röð. Hann gekk í raðir Nantes í Frakklandi, þar sem hann upplifði afar erfiða tíma.

Ótrúleg meiðsli hafa herjað á Kolbein sem hefur orðið til þess að hann hefur íhugað að hætta í fótbolta oftar en einu sinni.

„Jájá, al­veg oft sko. Það er svo oft búið að segja við mig að ég sé bú­inn. Ég var svo lengi frá og svo gerðist aldrei neitt. Það var aldrei vilj­inn og mig langaði aldrei að hætta,“ sagði Kolbeinn um það, hvort hann hefði íhugað að hætta.

Mikil harka færðist í leikinn þegar Nantes vildi losna við Kolbein sumarið 2018, forseti félagsins talaði illa um hann í fjölmiðlum. Flest af því sem hann sagði kemur ekki heim og saman við það sem Kolbeinn hefur að segja

„Ég skil ekki ástæðuna fyr­ir því að þetta varð svona. Það var eng­in ástæða. Mér fannst ég orðinn eitt­hvað skrímsli þarna á tíma­bili. En hann talaði bara í fjöl­miðlum en aldrei við mig, svo ég svaraði sann­leik­an­um til baka. Það kannski pirraði hann, en auðvitað átti hann að koma til mín ef hann var ósátt­ur við mig. Það hefði ég viljað, en hann gerði það ekki og það voru ekki eðli­leg sam­skipti eft­ir það.“

Kolbeinn er á góðum stað í dag, hann er heill heilsu, laus frá Nantes í Frakklandi og er byrjaður að spila með AIK í Svíþjóð. Þá er hann í landsliðshópi Íslands sem mætir Albaníu og Tyrklandi i undankeppni EM á næstu dögum.

Þáttinn má heyra í heild hér að neðan, eða í hlaðvarpsveitum og Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar