Sunnudagur 29.mars 2020
433Sport

Draumur Kolbeins með landsliðinu rættist ekki: Þetta er maðurinn sem breytti honum

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 6. júní 2019 20:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Kolbeinn Sigþórsson sem er einn allra besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur átt, þá sérstaklega þegar hann hefur klæðst treyju landsliðsins.

Kolbeinn var gríðarlega efnilegur leikmaður á sínum yngri árum og gerði það fyrst gott með Víkingi Reykjavík.

Sem krakki ákvað hann þó að skipta yfir í HK og var í raun ein ástæða fyrir því. Kolbeinn ræddi þá ákvörðun í þættinum.

,,Zeljko Sankovic fær mig yfir, mér fannst svona eins og ég væri byrjaður að staðna í Víking,“ sagði Kolbeinn.

,,Ég þurfti nýja áskorun og það var ástæðan fyrir því að ég færði mig um set. Ég fann ekki mikið fyrir því þá að fólk væri ekki sátt en það hefur örugglega verið þannig.“

,,Ég held að þetta hafi verið rétt skref þá, að taka þetta því mér fannst bara eins og það væri ekkert meira til að vinna í Víking. Ég þekkti Zeljko og hafði verið með honum í séræfingum. Hann fékk mig yfir.“

,,Hann kom mér í þvílíkt form. Hann tók mig gjörsamlega í gegn og tók þolið. sprengikraftinn, tæknina og bara allt sem maður þarf til að vera í toppformi. Hann sá bara um þetta. Ég var hjá honum tvisvar á dag, fimm til sex daga vikunnar.“

,,Ég var í MK og og var kominn í aðalliðið hjá HK og ákvað að hætta í MK og fókusera á fótboltann.“

,,Þetta hálfa ár var ég hjá honum og svo fer ég á Evrópumótið U17 í mars eða apríl og þá spring ég alveg út. Ég skoraði fimm mörk gegn Rússum og þá fara erlend lið að skoða mig og hafa samband. Ég hef miklu að þakka honum Zeljko.“

Helsti draumur Kolbeins á yngri árum var að spila með bróður sínum, Andra Sigþórssyni.

Andri var einnig mjög hæfileikaríkur knattspyrnumaður en þurfti fljótlega að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla.

,,Hann var alltaf mín fyrirmynd, frá því að ég byrjaði. Hann var í KR og fer svo til Salzburg og Molde.“

,,Ég horfði alltaf upp til hans og ætlaði að spila með honum, það var mitt markmið.“

,,Svo þegar hann þurfti að hætta þá var það hrikalega svekkjandi verð ég að viðurkenna. Mig langaði svo mikið til að spila með honum einn daginn í landsliðinu. Það var mitt markmið.“

,,Það voru 13 ár á milli okkar svo það var möguleiki! Því miður þá var það ekki svo.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Saknar þess ekki að vera hjá Arsenal – ,,Á ekki góðar minningar þaðan“

Saknar þess ekki að vera hjá Arsenal – ,,Á ekki góðar minningar þaðan“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Það sem Klopp gerir í fríinu: Reyndi dansinn og horfir á myndir – ,,Ekki eins slæmt og þið haldið!“

Það sem Klopp gerir í fríinu: Reyndi dansinn og horfir á myndir – ,,Ekki eins slæmt og þið haldið!“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Jimenez um áhuga Arsenal og United: ,,Þurfum ekki að komast í Meistaradeildina“

Jimenez um áhuga Arsenal og United: ,,Þurfum ekki að komast í Meistaradeildina“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Real Madrid hafði óvænt áhuga: Slökkti á símanum og hafði ekki tíma í kjaftæði – ,,Þá vissi ég að þetta væri alvarlegt“

Real Madrid hafði óvænt áhuga: Slökkti á símanum og hafði ekki tíma í kjaftæði – ,,Þá vissi ég að þetta væri alvarlegt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Átti að verða stórstjarna en náði ekki í gegn: Selur nú úr fyrir 850 milljónir á ári

Átti að verða stórstjarna en náði ekki í gegn: Selur nú úr fyrir 850 milljónir á ári
433Sport
Fyrir 2 dögum

Aron Einar sendir þjóðinni skilaboð og minnir á hvað er mikilvægt: „Þetta eru erfiðir tímar“

Aron Einar sendir þjóðinni skilaboð og minnir á hvað er mikilvægt: „Þetta eru erfiðir tímar“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eyjamenn minnast Abel sem féll frá fyrir fjórum árum: „Minningin um frábæran karakter lifir um ókomin ár“

Eyjamenn minnast Abel sem féll frá fyrir fjórum árum: „Minningin um frábæran karakter lifir um ókomin ár“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir tæp þrjú ár í dái er hinn 22 ára Nouri vaknaður

Eftir tæp þrjú ár í dái er hinn 22 ára Nouri vaknaður