fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Óli Kristjáns: Þú færð mig ekki í þessa umræðu Hörður

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. júní 2019 20:04

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, hefur oft séð sína menn spila betur en í kvöld í 4-1 tapi gegn Breiðabliki.

FH hrundi einfaldlega í seinni hálfleik í kvöld en eftir markalausan fyrri hálfleik unnu Blikar sannfærandi 4-1 sigur.

,,Mér fannst eins og við komum út í seinni hálfleikinn, fyrri hálfleikur var í jafnvægi og ég veit ekkert hvernig Gústi sá þetta en við höfðum aðeins yfirhöndina,“ sagði Ólafur við 433.is

,,Kannski vorum við heppnir að Breiðablik voru í hlutlausum í fyrri hálfleik. Það lá í loftinu eins og við spiluðum byrjun seinni hálfleiks að þeir myndu setja á okkur. Við vorum ofboðslega slappir.“

,,Menn spiluðu boltanum á næsta mann og tóku ekki ábyrgð. Þegar fyrsta markið kom þá hrundum við niður. Það er með ólíkindum að það gerist við að fá á okkur eitt mark.

,,Við töpuðum fyrir betra liði, í seinni hálfleiknum voru þeir betri, grimmari og ákveðnari. Við sýndum andlit á okkur sem ég er ekkert sérstaklega hrifinn af.“

Davíð Þór Viðarsson var tekinn af velli í hálfleik en Ólafur kennir því ekki um mörk Breiðabliks.

,,Þegar ég reyni að hugsa til baka þá komu mörkin ekki vegna þess að Davíð hafi farið út. Í fyrri hálfleik spiluðum við í holurnar og framhjá fyrstu pressunni. Í seinni hálfleik þá var þetta svona ‘ekki láta mig hafa boltann, ég ætla að láta einhvern annan hafa hann.’

,,Blikarnir voru grimmir en við vorum ekki klókir að spila í gegnum þá og töpuðum nánast öllum návígum. Ormar á gervigrasi í rigningu sem réðu ekki við þetta.“

Ólafur ræddi svo stutt markvörðinn Vigni Jóhannesson sem var heldur óöruggur í leiknum í kvöld.

,,Það er ósanngjarnt að klína þessu á Vigni. Liðið tapaði. Það geta komið mistök, hvaða mistök það voru skiptir ekki máli. FH tapaði í dag og ég ætla ekki að klína þessu á einstaka leikmann.“

,,Það er mikið svekkelsi núna og maður er súr með frammistöðu liðsins í seinni hálfleik. Það er eins og í öllum íþróttum, þú vinnur og þú tapar. Það er ekkert annað en að sleikja sárin og svo ráða bóta á því sem úrskeiðis fór.“

Nú fara leikmenn í gott frí en Ólafur neitar því að hann sé ánægður með það sleppa í frí eftir svona slæmt tap og væri til í leik í miðri viku.

,,Vilja ekki allir spila nógu mikið? Ég hef heyrt að menn í Inkasso-deildinni séu rosalega ánægðir með þetta og við líka. Þú færð mig ekki Hörður, í þessa umræðu því hún er afgreidd með væli sem er illa rökstutt. Það hafa verið jafn margir leikir hjá Breiðabliki.“

,,Ég fagna ekkert fríinu núna, eftir svona leik. Ég vil fá leik á miðvikudag eða fimmtudag. Maður vill þvo svona frammistöðu af sér. Blikarnir voru miklu frískari en við í dag og við þurfum að kafa helvíti djúpt inn í okkur til að finna út af hverju við spilum svona í kvöld áður en við fögnum einhverju fríi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun