fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Hringdi grátandi í mömmu og vildi koma heim: ,,Hann stal öllum peningunum mínum og ég vissi ekkert“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. júní 2019 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jorginho, leikmaður Chelsea, upplifði erfiða tíma á Ítalíu þegar hann var aðeins 15 ára gamall.

Jorginho er brasilískur að uppruna en hann var fenginn yfir til Ítalíu er hann var unglingur.

Þar samdi Jorginho við lið Verona og þurfti að lifa á aðeins 20 evrum í hverri viku.

Umboðsmaður leikmannsins fór illa með skjólstæðing sinn og fór restin af laununum beint í hans vasa.

,,Ég spilaði á móti í Brasilíu og það var umboðsmaður sem sá mig. Hann fór með mig í knattspyrnuskólann sinn,“ sagði Jorginho.

,,Hugmyndin hans var sú að ef hann sá góða leikmenn þá myndi hann taka þá með sér til Ítalíu.“

,,Það gerði hann með mig þegar ég var 15 ára gamall. Hann kom mér á reynslu til Verona og þeir sömdu við mig. Það var mjög auðvelt til að byrja með því ég var að upplifa drauminn.“

,,Ég komst í rútínuna, ég fór á æfingu, í skólann, heim. Það er það eina sem ég gerði í 18 mánuði.“

,,Ég fékk aðeins 20 evrur til að lifa á í hverri viku. Ég gat ekki gert neitt annað því það er ekki hægt fyrir svoleiðis peninga.“

,,Ég fór bara á æfingu og í skólann, það var erfitt. Verona var ekki í Serie A á þessum tíma og þeir voru ekki með unglingalið. Ég lék með liði í borginni sem hét Berretti.“

,,Ég kynntist þar öðrum Brasilíumanni og við urðum vinir. Hann spurði mig út í hvað ég væri að gera og hversu lengi ég hefði verið þarna.“

,,Ég sagði honum að ég væri að lifa á 20 evrum á viku. Hann sagði mér að eitthvað væri ekki rétt.“

,,Hann spurði nokkra spurninga og það kom í ljós að umboðsmaðurinn minn hafði verið að stela peningunum mínum og ég vissi ekki af því.“

,,Þá vildi ég gefast upp. Ég var miður mín og fékk nóg. Ég hringdi heim grátandi og sagði við mömmu að ég vildi koma heim og að ég vildi ekki spila fótbolta lengur.“

,,Hún sagði mér að hætta þessu, að ég væri svo nálægt þessu og að hún myndi ekki hleypa mér inn. Ég átti að halda áfram og vera sterkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði