Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld eftir sigur á Barcelona.
Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 á eigin heimavelli og var því í frábærri stöðu fyrir leik kvöldsins.
Liverpool vann þó ótrúlegan 4-0 heimasigur án þeirra Mo Salah og Roberto Firmino sem voru meiddir.
Þeir Georginio Wijnaldum og Divock Origi skoruðu báðir tvennu í leiknum og tryggðu Liverpool áfram.
Eftir leikinn tóku allir sig saman og sungu lagið fræga ‘You’ll Never Walk Alone’ sem má alltaf heyra á leikdegi á Anfield.
Magnað.
AND YOU’LL NEVER WALK ALONE!!!! What a comeback ?? well done boys!!! Bye bye birdie, oops I mean Barcelona #ChampionsLeague #Liverpool pic.twitter.com/9e5JrfIE8W
— Kim Ramos (@Kramos072594) 7 May 2019