fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019
433Sport

Lítill Dani mætti í Vesturbæinn: „Mesti haugur og letingi sem ég hef kynnst“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. maí 2019 12:19

Mynd: Blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Jón Friðgeirsson er gestur í nýjum hlaðvarpsþætti sem heitir Draumaliðið, þættinum stýrir Jóhann Skúli Jónsson. Þar ætlar hann sér að fá gesti til að velja draumaliðið af ferli sínum.

Skúli er harður KR-ingur og hefur alla tíð á Íslandi, spilað fyrir KR. Hann valdi draumalið sitt af ferlinum.

Skúli ræddi um eftirminnilega útlendinga sem komið hafa í KR, einn af þeim var danski varnarmaðurinn, Morten Beck.

,,Morten Beck sem var hjá okkur, sleit krossband í lok síðasta tímabils. Það er einhver skemmtilegasta týpa sem ég hef vitað um,“
sagði Skúli þegar hann byrjaði a ræða um Beck.

Fyrst um sinn hélt Skúli að þessi danski strákur væri með allt á hreinu í lífinu.

,,Hann kom inn í æfingaferð 2016 þegar Bjarni Guðjónsson var þjálfari, við vorum í Flórída. Hann var feimn, lítill Dani. Sagði ekki neitt, leit út fyrir að vera algjör topp týpa. Með allt á hreinu.“

Annað kom á daginn, Beck er latasti maður sem Skúli hefur kynnst.

,,Svo kemur á daginn að þetta er mesti haugur og letingi sem ég hef kynnst, það lítur ekki út fyrir það. Er svakalegur haugur, mjög góður í fótbolta. Ef hann væri ekki þessi haugur, þá væri hann að spila í dönsku úrvalsdeildinni. Honum fannst gott að vera í sófanum“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Barcelona vill kaupa varnarmann Manchester United

Barcelona vill kaupa varnarmann Manchester United
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

City og United vilja borga sömu upphæðina fyrir Maguire

City og United vilja borga sömu upphæðina fyrir Maguire
433Sport
Í gær

Samningur Moyes við United ætti að renna út eftir sex daga

Samningur Moyes við United ætti að renna út eftir sex daga
433Sport
Í gær

Fulham staðfestir söluna: Jón Dagur til AGF

Fulham staðfestir söluna: Jón Dagur til AGF
433Sport
Í gær

Sagður vera alltof þungur fyrir efstu deild: ,,Huggulegur maður sem má alveg vera fimm kílóum of þungur“

Sagður vera alltof þungur fyrir efstu deild: ,,Huggulegur maður sem má alveg vera fimm kílóum of þungur“
433Sport
Í gær

Segir að slæmt tap ÍA hafi ekki komið á óvart: Sáum þetta á Englandi í vetur

Segir að slæmt tap ÍA hafi ekki komið á óvart: Sáum þetta á Englandi í vetur