fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Eru þetta laun Gary Martin hjá Val? – Hjörvar fer yfir málið – ,,Ömurleg framkoma“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Martin og Valur er það sem er rætt um í íslenskum fótbolta þessa dagana, Valur villl losna við Gary. Hann fékk ekki að æfa með Val í gær og verður í leikmannahópi liðsins í kvöld, gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni.

Valur vill losna við Gary Martin. Þetta staðfesti Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals í samtali við 433.is í fyrradag. Gary gekk í raðir Vals í janúar og gerði þriggja ára samning. Eftir þrjár umferðir í Pepsi Max-deildinni vill Valur nú losna við framherjann.

Tíðindin koma talsvert á óvart því ekki eru nema rúmir fjórir mánuðir síðan að Valur setti allt sitt traust á breska framherjann. ,,Ég er búinn að tilkynna honum að hann megi finna sér nýtt félag, Gary er fínn drengur og búinn að standa sig vel. Hann hentar ekki okkar leikstíl,“ sagði Ólafur í samtali við 433.is í vikunni. Félagaskiptaglugginn lokaði hér á landi í gær, það er því ljóst að Gary verður í herbúðum Vals fram í júlí, hið minnsta.

Rætt var um málið í Dr. Football í dag. ,,Hann á víst að hafa sagt leikmönnum Vals hvað hann væri með í laun, 9 þúsund evrur á mánuði,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sem stýrir þættinum.

Hjörvar sagðist hafa heyrt að þrír leikmenn Vals, Bjarni Ólafur Eiríksson, Birkir Már Sævarsson og Hannes Þór Halldórsson hafi viljað Gary burt.

,,Maður er að heyra að það séu leikmenn ósáttir með Gary. Hvaða leikmenn eru það? Eru þið að heyra það sama og ég, að Birkir, Bjarni og Hannes séu ósáttir við Gary Martin. What a fuck. Þetta er erfiður náungi, það vissu allir. Þurfa allir að vera eins?“

Mikael Nikulásson, sérfræðingur þáttarins segir að þetta komi sér ekki á óvart, svona sé Valur.

,,Hannes getur ekki hafa sagt neitt, hann var að mæta þarna í fyrradag. Ömurleg framkoma hjá Val, ef hann gerði ekkert af sér, þá er þetta ömurleg framkoma. Þetta er ljótur blettur á Val, þetta er bara Valur. Ég vona að Fylki vinni á í kvöld.“

Mikael greindi svo frá því að annar framherji Vals verði ekki í hóp. ,,Garðar Gunnlaugsson er ekki í hóp heldur í kvöld.“ Þáttur dagsins er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar