Manchester City er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir leik við Tottenham á Etihad vellinum í kvöld.
Um var að ræða síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum en Tottenham vann fyrri viðureignina 1-0 í London.
Leikur kvöldsins var ótrúlega fjörugur og lauk með 4-3 sigri City sem var því miður ekki nóg fyrir þá bláklæddu.
Einvígið endaði með 4-4 jafntefli en Tottenham skoraði fleiri mörk á útivelli og fer áfram í undanúrslitin.
City skoraði fimmta mark sitt á 93. mínútu leiksins en það var dæmt af vegna rangstöðu eftir að dómarinn hafði notast við myndbandstæknina VAR.
Liverpool er einnig komið í næstu umferð eftir góðan 4-1 sigur á Porto í Portúgal.
Porto var sterkari aðilinn í leik kvöldsins en þurfti að taka áhættur eftir 2-0 tap í fyrri leiknum.
Þrátt fyrir margar marktilraunir skoraði Porto aðeins eitt mark gegn fjórum og fer Liverpool áfram samanlagt, 6-1.
Manchester City 4-3 Tottenham (4-4)
1-0 Raheem Sterling(4′)
1-1 Heung-Min Son(7′)
1-2 Heung-Min Son(10′)
2-2 Bernardo Silva(11′)
3-2 Raheem Sterling(21′)
4-2 Sergio Aguero(59′)
4-3 Fernando Llorente(73′)
Porto 1-4 Liverpool (1-6)
0-1 Sadio Mane(26′)
0-2 Mohamed Salah(65′)
1-2 Eder Militao(69′)
1-3 Roberto Firmino(77′)
1-4 Virgil van Dijk(84′)