fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Garðar fór í aðgerð en þá kom þetta í ljós: – ,,Hinn fullkomni flótti af spítalanum”

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. mars 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Garðar Gunnlaugsson sem ólst upp á Akranesi, gríðarleg pressa var á honum frá unga aldri enda bræður hans hetjur á Akranesi, Arnar og Bjarki.

Garðar upplifði ansi skrautlega tíma í Búlgaríu þar sem hann lék fyrir liðið CSKA Sofia.

Garðar var búsettur í Búlgaríu ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Rán Gunnarsdóttur.

Er Garðar var á mála hjá CSKA þurfti hann á aðgerð að halda vegna kviðslits. Lausnin var því að fara í aðgerð. Sagan af þeirri aðgerð er ansi sérstök.

,,Ég er svolítið meiddur á nára þarna og læt rannsaka það. Það kemur í ljós að ég er kviðslitinn báðum megin,“ sagði Garðar.

,,Ég fer í aðgerð þarna úti í Búlgaríu og það var mjög scary upplifun ef ég segi eins og er. Mér leið eins og í myndinni Hostel. Þetta var svona skurðarherbergi.“

Áður en Garðar vissi af þá þurfti hann að flýja spítalann þar sem félagið hafði ekki borgað fyrir aðgerðinni.

Lið Garðars var að nálgast gjaldþrot en félagið var alls ekki rekið á heiðarlegan hátt.

,,Sem betur fer þá var þessi aðgerð framkvæmd vel en ég þurfti að flýja af spítalanum því klúbburinn var ekki búinn að borga fyrir aðgerðina eða gistinguna eða neitt.“

,,Ég þurfti bara, um leið og það var búið að taka síðasta æðalegginn úr mér þá kom konan mín þáverandi og sótti mig.“

,,The great escape af spítalanum! Ég var draghaltur og gat varla labbað eftir aðgerðina.“

Garðar talar þó vel um borgina Sofia og hefur síðan þá komið nokkrum sinnum aftur. Félaginu tókst ekki að skemma upplifunina of mikið.

,,Ég hef alveg farið nokkrum sinnum til Sofiu eftir þetta. Ég kann vel við borgina og fólkið og þetta er ódýrasta Evrópuborgin.“

,,Þú getur haft það mjög gott þó þú sért með lítið á milli handanna. Ég fýlaði lífið þarna mjög vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar