fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Þetta eru vonarstjörnur Íslands: Guðjohnsen og drengir frá Akranesi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. mars 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að margir séu neikvæðir í garð íslenska A-landsliðins í karlaflokki þessa stundina eru bjartir tímar fram undan þegar horft er á ungu kynslóðina. U17 ára landslið karla tryggði sér í vikunni farseðilinn í lokakeppni EM 2019. Þetta varð ljóst í kjölfar 4-1 sigurs liðsins gegn Hvíta-Rússlandi, en Ísland endaði á toppi riðilsins með sjö stig. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði tvö mörk og Andri Fannar Baldursson og Andri Lucas Guðjohnsen eitt mark hvor. Lokakeppni fer fram í Dublin dagana 3.–19. maí næstkomandi.

Mikið er til af ungum og efnilegum leikmönnum núna og ef rétt verður haldið á spilunum ætti A-landslið karla að eiga bjarta framtíð. Þessir ungu drengir gætu á allra næstu árum farið að banka á dyrnar og þeim þarf að gefa tækifæri. Endurnýjunin á A-landsliði karla hefur gengið illa, þeir sem hafa fengið tækifæri hafa ekki nýtt það og kjarninn sem ber liðið uppi hefur verið sá sami í mörg ár. Í þessari samantekt gefur að líta nokkrar af vonarstjörnum okkar.


Patrik Gunnarsson (Markvörður – 2000)
Hefur fengið tækifæri með Brentford í næstefstu deild Englands. Patrik er sonur Gunnars Sigurðssonar markvarðar. Patrik er mikið efni og ef hann heldur rétt á spöðunum, gæti hann brotið sér leið inn í íslenska landsliðið á næstu árum og barist við Rúnar Alex Rúnarsson um stöðuna í marki Íslands.


Oliver Stefánsson (Varnarmaður – 2002)
Öflugur varnarmaður sem gekk í raðir IFK Norrköping í Svíþjóð á dögunum. Oliver lék einn leik með meistaraflokki ÍA síðasta sumar. Hann er fyrirliði U17 ára landsliðsins og virðist vera leiðtogi líkt og faðir hans, en Stefán Þórðarson, fyrrverandi atvinnumaður og leikmaður íslenska landsliðsins, er faðir hans.


Ísak Bergmann Jóhannesson (Miðjumaður – 2003)
Það virðist ekki vera svo langt í það að íslenska landsliðið nýti sér krafta Ísaks. Þessi öflugi miðjumaður á ekki langt að sækja hæfileikana. Jóhannes Karl Guðjónsson, faðir hans, átti afar farsælan feril á meðal þeirra bestu. Ísak lék einn leik með ÍA áður en hann var seldur til IFK Norrköping í vetur, þar er hann ekki langt frá aðalliði félagsins. Ísak lék með aðalliðinu í æfingaferð á dögunum og gæti spilað í efstu deild Svíþjóðar á komandi leiktíð. Hann á eftir að taka út líkamlega styrkinn en skilur leikinn betur en flestir.


Andri Lucas Guðjohnsen (Sóknarmaður – 2002)
Eftirnafnið gerir alla spennta, en það ætti að forðast að setja einhverja auka pressu á kauða, þrátt fyrir afrekin sem faðir hans, Eiður Smári, vann á ferli sínum. Andri Lucas virðist vera fæddur markaskorari og hann leikur í dag með Real Madrid. Hann verður 17 ára á þessu ári og er orðinn lykilmaður í U19 ára landsliðinu. Gera má ráð fyrir að hann verði kallaður inn í U21 árs landsliðið í næsta verkefni og svo ætti að styttast í tækifærið með A-landsliðinu.


Jón Gísli Eyland Gíslason (Varnarmaður – 2002)
Varnarmaðurinn er kominn með reynslu úr meistaraflokki með Tindastóli. Hann tók skrefið til ÍA í vetur og hefur verið að fá tækifæri með meistaraflokknum þar í vetur. Ætti að fá smjörþefinn af Pepsi-Max deildinni í sumar. Faðir hans er fyrrverandi markvörðurinn Gísli Eyland Sveinsson.


Orri Hrafn Kjartansson (Miðjumaður – 2002)
Fjölhæfur miðjumaður sem Fylkir seldi til Hollands síðasta sumar. Orri var byrjaður að spila með meistaraflokki Fylkis áður en Heerenveen í Hollandi festi kaup á honum. Orri er fjölhæfur miðjumaður og getur leyst bæði varnar- og sóknarhlutverkið.


Andri Fannar Baldursson (Miðjumaður – 2002)
Andri gekk í raðir Bologna á Ítalíu á dögunum frá Breiðabliki. Andri Fannar lék sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni síðasta sumar, aðeins 16 ára. Andri Fannar, sem er nýorðinn 17 ára gamall, er einn efnilegasti leikmaður landsins og öflugur miðjumaður sem getur náð mjög langt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lýsir átökum sínum við Hemma Hreiðars – „Öfugt við hann gat ég allavega beðist afsökunar“

Lýsir átökum sínum við Hemma Hreiðars – „Öfugt við hann gat ég allavega beðist afsökunar“
433Sport
Í gær

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók ekki í mál að fara og krotar nú undir nýjan samning

Tók ekki í mál að fara og krotar nú undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Fyrir 3 dögum

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah