fbpx
Föstudagur 27.júní 2025
433Sport

Samtöl sem Friðrik Dór gleymir aldrei: Var 7 kílóum of þungur og lygin komst upp

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. mars 2019 10:29

Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Dór Jónsson, hefur í mörg ár verið einn allra vinsælasti tónlistarmaður Íslands. Friðrik hefur gefið út mikið af lögum sem slegið hafa í gegn. Það var árið 2009 sem Friðrik kom fram í sviðsljósið fyrir framan alþjóð.

Ástæða þess að Friðrik fór á fullt í tónlist er áhugaverð, hann átti sér draum um að ná langt í fótbolta en hæfileikarnir þar, virðast hafa verið af skornum skammti.

,,Ég man alltaf eftir því, þetta sumar 2009. Ég var alltaf í fótbolta, þarna er ég að verða 21 árs. Eftir 2. flokkinn, þá hætti ég í eitt ár. Þá hringdi ég í Heimi (Heimir Guðjónsson, þá þjálfari FH), FH lang besta lið landsins. Ég spurði hvort það væri ekki séns að ég myndi byrja aftur með þeim, hann af óskiljanlegum ástæðum, sagði komdu bara. Ég var 7 kílóum of þungur til að vera í Pepsi deildinni,“ sagði Friðrik í viðtali á dögunum við Milliveginn.

Friðrik æfði með FH í nokkra mánuði þegar honum varð ljóst að hann ætti ekki séns þar.

,,Ég fer þarna og klára undirbúningstímabilið með FH, ég átti þá hressandi spjall við Heimi. Hann var að segja mér að það væri ekki mikil framtíð fyrir mig í félaginu, hann sagði ´Þú ert ekki mjög snöggur, þú gætir verið betri á boltann´. Hann taldi upp alla þætti leiksins, sem vantaði upp á hjá kallinum.“

Þá var komið að hressandi fundi þar sem hreinlega var logið upp í opið geð Friðriks, eitthvað sem hann erfir þó ekki.

,,Framkvæmdarstjóri á þessum tíma, Pétur Stephensen, mikill meistari. Hann sagði mér að ÍR sem Guðlaugur Baldursson var að þjálfa, mikill FH-ingur. Þeir væru ólmir að fá mig, ég fer þangað. Æfi og æfi, finnst ég ekkert mikið verri en aðrir. Ég er hins vegar aldrei hóp, eftir 3-4 vikur fer ég til Lauga og spyr hvað sé í gangi. Laugi sagðist ekki skilja af hverju ég væri að koma í ÍR, þá var Pétur bara að ljúga að mér. Vildi bara losa mig,“ sagði Friðrik og hafði gaman af því að segja söguna.

,,þetta eru tvö eftirminnilegustu spjöll sem ég hef átt. Við Heimi og Lauga, þá nennti ég þessu ekkert mikið lengur. Þá var ég tilbúinn með Hlið við hlið, þá sagðist ég ætla að verða besti tónlistarmaður á Íslandi.“

Spjallið við Friðrik má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Margir furða sig á niðurstöðu KSÍ – „Það er fyrir mér algjörlega óskiljanlegt“

Margir furða sig á niðurstöðu KSÍ – „Það er fyrir mér algjörlega óskiljanlegt“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal reynir við varnarmann en fær samkeppni

Arsenal reynir við varnarmann en fær samkeppni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo skrifar undar samning og mun spila til allavega 42 ára aldurs

Ronaldo skrifar undar samning og mun spila til allavega 42 ára aldurs
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Caulker loks mættur í Garðabæinn – Spilað fyrir Liverpool og Tottenham

Caulker loks mættur í Garðabæinn – Spilað fyrir Liverpool og Tottenham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Ótrúleg uppákoma í sundlaugargarði á Spáni – Bera kennsl á manninn sem grýtti stól í konu

Myndband: Ótrúleg uppákoma í sundlaugargarði á Spáni – Bera kennsl á manninn sem grýtti stól í konu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo verður áfram – Halda því fram að hann ráði öllu í sumar

Ronaldo verður áfram – Halda því fram að hann ráði öllu í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Niðurstaða komin í harðar deilur nágranna – Sættust ekki á hvað gera ætti við trén

Niðurstaða komin í harðar deilur nágranna – Sættust ekki á hvað gera ætti við trén
433Sport
Í gær

Var sleginn eftir brottrekstur úr Fossvoginum í gær – „Það er kannski ekki mitt að segja“

Var sleginn eftir brottrekstur úr Fossvoginum í gær – „Það er kannski ekki mitt að segja“
433Sport
Í gær

Enginn kaupréttur fyrr en 2027 – Þetta er upphæðin sem Liverpool þarf að borga

Enginn kaupréttur fyrr en 2027 – Þetta er upphæðin sem Liverpool þarf að borga