fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
433Sport

Dómarinn: Skilaboðin frá Hamren eru einföld – Þið eruð ekki nógu góðir

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. mars 2019 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um er að ræða skoðunargrein sem birtst í síðasta tölublaði DV:

Erik Hamren er á leið í sitt stærsta próf sem landsliðsþjálfari Íslands, prófið gæti einnig orðið það síðast ef illa fer. Undankeppni Evrópumótsins hefst á föstudag í næstu viku og fer Ísland í heimsókn til Andorra og Frakklands þremur dögum síðar. Tap gegn Andorra myndi setja mikla pressu á Hamren í starfi og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, yrði að íhuga stöðu hans. Hamren hefur ekki unnið leik í starfi; átta leikir og ekki einn sigur. Ísland hefur annars mætt Andorra fimm sinnum og unnið alla leikina.

Svíinn valdi hóp sinn fyrir verkefnið í gær (fimmtudag), það kom fátt á óvart í vali Hamren, nema sú staðreynd að hann velur aðeins tvo hreinræktaða framherja. Jón Daði Böðvarsson er meiddur og Viðar Örn Kjartansson gefur ekki kost á sér. Skilaboðin sem aðrir framherjar, sem höfðu vonast eftir því að verða valdir, fá, eru fremur einföld frá Hamren, þeir eru ekki nógu góðir að hans mati.

Kjartan Henry Finnbogason, Hólmbert Aron Friðjónsson og Andri Rúnar Bjarnason eru menn sem koma upp í hugann, þeir eru ekki nógu góðir að mati Hamren til að geta nýst íslenska landsliðinu, þegar meiðsli herja á aðra framherja.

Andorra leikur heimaleiki sína á gervigrasi sem veldur talsverðum áhyggjum enda hafa lykilmenn verið að glíma við meiðsli. Alfreð Finnbogason er einn þeirra og Aron Einar Gunnarsson hefur ekki farið í felur með að líkami hans hefur ekki verið alveg heill, þótt hann spili flesta leiki með Cardiff. Það gæti því gerst og er ansi líklegt að Aron verði ekki í byrjunarliðinu í Andorra, heilsunnar vegna.

Smelltu hér til að sjá landsliðshóp Hamren

Hörður Snævar Jónsson:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hiti í Kópavoginum eftir leik: ,,Þú verður að spyrja Sigga Jóns út í þetta“

Hiti í Kópavoginum eftir leik: ,,Þú verður að spyrja Sigga Jóns út í þetta“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Plús og mínus: Óvænt endurkoma í landsliðið?

Plús og mínus: Óvænt endurkoma í landsliðið?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reif sig úr treyjunni og var refsað: Faðmaði dómarann

Reif sig úr treyjunni og var refsað: Faðmaði dómarann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leituðu Valsmenn til verri leikmanns? – ,,Því miður, þetta er Gary Martin fátæka mannsins“

Leituðu Valsmenn til verri leikmanns? – ,,Því miður, þetta er Gary Martin fátæka mannsins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Staðfesta það að Griezmann verði látinn vera

Staðfesta það að Griezmann verði látinn vera