fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Er Geir strengjabrúða eða ekki? ,,Blindir vissu hversu spilltur hann var“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fóru fram kappræður á Stöð2 Sport í gær þar sem Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson mættu og ræddu málin. Báðir sækjast eftir kjöri á laugardag þegar kosið er til formanns KSÍ.

Guðni tók við starfinu fyrir tveimur árum þegar Geir lét af störfum, hann hafði starfað fyrir sambandið í meira en tuttugu ár. Umræðurnar voru líflegar og það vakti athygli þjóðarinnar hversu öflugur spyrilinn var, Henry Birgir Gunnarsson. Hann lét menn ekki komast upp með neitt múður.

Samkvæmt könnun sem Stöð2 Sport stóð fyrir á meðal þeirra sem taka þátt í ársþingi KSÍ, mun Guðni ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að missa starfið. Hann mælist með 88 prósent fylgi en Geir aðeins 12 prósent.

Heitar umræður um kappræður Guðna og Geirs: Sara Björk lætur Geir heyra það

Geir hefur haldð því fram að hann sé ekki strengjabrúða stærri afla í knattspyrnuheiminum en spyrilinn, Henry Birgir Gunnarsson átti erfitt með að kaupa það. Hann rifjaði upp atvik frá árinu 2011.

,,Ég hef alltaf komið fram stoltur fyrir hönd Íslands, ég hef getað rætt við hverja sem er og hvaða þjóð sem er. Ég kyssi ekki vöndinn,“ sagði Geir í þættinum á Stöð2 Sport.

Rifjuð voru upp ummæli Geirs frá árinu 2011 þegar hann var formaður KSÍ, hann kaus þá Sepp Blatter sem sakaður hefur verið um mikla spillingu. Hann sagðist fylgja foringja UEFA á þeim tíma, Michael Platini. KSÍ fylgdi sannfæringu hans nokkuð lengi undir stjórn Geirs.

,,Þú segist ekki vera strengjabrúða eins, né neins. Er þetta ekki strengjabrúða að tala?,“ spurði Henry en Geir hafnaði því.

,,Þá þekki ég ekki strengjabrúðu, þú hékkst í pilsfaldinum hjá Michael Platini og kaust meðal annars Sepp Blatter þegar blindir vissu hversu spilltur hann var.“

Geir vildi ekki taka undir að Blatter hefði verið spilltur. ,,Við þurfum að fá gögn um það. ég byggi minn málflutning á staðreyndum.“

Kosið verður til formanns á laugardag og ættu úrslitin að liggja fyrir síðdegis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni