Guðmundur Benediktsson hefur slegið í gegn í nýjum þætti á Stöð2, Guðmundur er þekktastur fyrir að vera íþróttafréttamaður en þarna er um að ræða spjallþátt.
Þátturinn hefur notið vinsælda en á sunnudaginn síðasta í sérstökum jólaþætti, tók Guðmundur lagið. Óhætt er að segja að Guðmundur muni líklega aldrei ná langt, sem söngvari.
Guðmundur söng þar sígilt jólalag en tengdaforeldrar Guðmundar, höfðu gaman af. Sonur þeirra Albert Brynjar Ingason, framherji Kórdrengja, birti myndband af því þegar þau horfðu á flutning Guðmundar. Smelltu hér til að sjá það
Guðmundur var svo mættur í jólaboð hjá þeim á jóladag og þar var lagið spilað aftur. Mikið var hlegið. ,,Jæja hér má svo sjá hvernig gömlu tókst svo að koma Gumma Ben á óvart í jólaboðinu og spila eftirminnilega flutning hans á jólalaginu Ég og Þú. Gleðin leynir sér ekki hjá múttu sem lemur í borð og sýnir lipra danstakta,“ skrifar Albert.
Þetta má sjá hér að neðan.
Jæja hér má svo sjá hvernig gömlu tókst svo að koma @GummiBen á óvart í jólaboðinu og spila eftirminnilega flutning hans á jólalaginu Ég og Þú.
Gleðin leynir sér ekki hjá múttu sem lemur í borð og sýnir lipra danstakta. pic.twitter.com/kHqd3th8NZ
— Albert Ingason. (@Snjalli) December 27, 2019