fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Stjarna United opnar sig: Hefur fengið ótrúlega gagnrýni – Veik móðir og þarf að sjá um systkini sín

Victor Pálsson
Föstudaginn 13. desember 2019 21:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, hefur tjáð sig um mikla erfiðleika sem hann er að glíma við utan vallar.

Lingard hefur ekki verið upp á sitt besta á tímabilinu en það er vegna vandræða utan vallar sem tengjast fjölskyldu hans.

Lingard opnaði sig í viðtali við the Daily Mail og segir þar frá veikindum móður sinnar. Hann hefur fengið verulegt skítkast fyrir frammistöðuna á tímabilinu.

Enski landsliðsmaðurinn opnaði sig í samtali við Ole Gunnar Solskjær, stjóra United, og hefur fengið tíma til að takast á við þessi vandræði undanfarnar vikur.

,,Ég var ekki að standa mig vel og hann lét mig ekki vera. Hann vildi alltaf meira frá mér,“ sagði Lingard.

,,Ég taldi að það væri best að koma öllu frá mér og segja honum að hausinn á mér væri ekki í lagi. Ég bankaði upp á hjá honum.“

,,Ég er vanalega mjög hress og vil sjá fólk brosa en fólk hefur tekið eftir breytingum hjá mér.“

Lingard sér sjálfur um systkyni sín þessa stundina en þau búa heima hjá honum og fá menntun þar.

Bróðir hans heitir Jasper og er 14 ára gamall og systir hans er 11 ára gömul og ber nafnið Daisy-Boo.

,,Ég hef verið miður mín og haft miklar áhyggjur. Það var eins og öll ábyrgðin væri send á mig og væri á mínum herðum: ‘Hérna Jesse, þú tekur á þessu sjálfur.’

,,Mamma mín hefur glímt við ýmislegt í mörg ár en fékk enga hjálp. Nú fær hún hjálp. Ég hef því verið að sjá um systkini mín. Þau eru hjá mér.“

,,Það er erfitt að sjá þá sem þér þykir vænt um glíma við vandræði en ég þarf að mæta í vinnuna á hverjum degi og gera mitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta hafa portúgalskir miðlar að segja um uppákomuna í gær – „Í raun ætti hann að skammast sín“

Þetta hafa portúgalskir miðlar að segja um uppákomuna í gær – „Í raun ætti hann að skammast sín“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mbappe yfirgefur hópinn

Mbappe yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið