Eins og flestir vita þá er búið að reka Marco Silva úr starfi en hann var stjóri Everton á Englandi.
Gengi Everton hefur verið slakt á þessari leiktíð og situr liðið í fallsæti eftir tap gegn Liverpool á miðvikudag.
Stjórn Everton fékk loksins nóg og ákvað að leysa Silva undan störfum eftir 18 mánuði í starfi.
Nú er mikið talað um hver tekur við Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum en margir koma til greina.
Samkvæmt veðbönkum er David Moyes líklegastur til að taka við en hann stýrði liðinu í mörg ár áður en hann hélt til Manchester United.
David Moyes
Vitor Pereira – Shanghai SIPG
Marcelo Gallardo – River Plate
Eddie Howe – Bournemouth
Rafa Benitez – Dalian Yifang
Marcelino
Mikel Arteta – Manchester City