fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433

Klopp fyrirgefur Guardiola: ,,Gæti ekki borið meiri virðingu fyrir honum“

Victor Pálsson
Föstudaginn 8. nóvember 2019 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist virða Pep Guardiola, stjóra City, og er búinn að gleyma ummælunum sem hann lét falla á dögunum.

Guardiola sagði að Sadio Mane ætti það til að henda sér í grasið og fór það ekki of vel í Þjóðverjann.

Guardiola útskýrði ummælin svo betur og virtist draga þau til baka um leið.

,,Ég og hann erum í sömu stöðu. Við erum alltaf spurðir sömu spurninga og stundum þá segjum við okkar skoðun án þess að hugsa um annað,“ sagði Klopp.

,,Hann útskýrði mál sitt vel. Hann sagði að hann myndi tala svona við börnin sín, um hvort þetta hafi verið víti eða ekki – þau ræddu þetta heima.“

,,Það er ekkert að því. Ég gæti ekki borið meiri virðingu fyrir Pep Guardiola. Ég hef þekkt hann svo lengi og það þýðir mikið fyrir mig að vera hans keppinautur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar