Liverpool hefur áhuga á markmanninum Ugurcan Cakir sem spilar með Trabzonspor í Tyrklandi.
Þetta segir umboðsmaður leikmannsins Engin Kirkpinar en Cakir er 23 ára gamall og hefur staðið sig vel á þessu tímabili.
,,Liverpool er eitt af fjórum enskum liðum sem hefur áhuga á Ugurcan,“ sagði Kirkpinar.
,,,Liverpool er á meðal þeirra liða sem hafa áhuga á Cakir og þeir hafa fylgst með hans árangri.“
,,Trabzonspor verðmetur Cakir á minnst 18 milljónir evra og hann verður ekki seldur í janúar.“