David Beckham og félagar eru að gera og græja svo Inter Miami geti hafið leik í MLS deildinni.
Félagið er að undirbúa að byggja sér leikvang sem verður glæsilegur.
Félagið verður staðsett í Miami en ekki er ólíklegt að félagið fá mikinn stuðning, Beckham er vinsæll í Bandaríkjunum. Þá er talið að hann muni leita til leikmanna frá Suður-Ameríku, þeir heilla í Miami.
Félagið hefur leik í MLS deildinni á næsta ári en David Beckham er að hlera stórar stjörnur. Hann ætlar að fá stór nöfn til félagsins.
Radamel Falcao, Luis Suarez, James Rodriguez, Edinson Cavani og David Silva eru allir sagðir hafa tekið samtalið við Beckham. Eins og sést á listanum horfir hann mikið til Suður-Ameríku enda margir slíkir búsettir í Miami.