Það eru margir að tala um Norðmanninn Erling Haland í dag en hann er leikmaður RB Salzburg.
Haland er aðeins 19 ára gamall og er orðaður við lið á borð við Man chester United.
Hann er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með sjö mörk í aðeins fjórum leikjum á þessum aldri.
Halad elskar Meistaradeildina en hann vaknar við lag keppninnar á hverjum einasta degi.
,,Lagið er vekjaraklukkan á símanum mínum. Ég vakna við það á hverjum einasta degi,“ sagði Haland.
,,Það er eina lagið sem ég verð ekki þreyttur á. Það er alltaf fullkomin byrjun á deginum.“