Fimmtudagur 12.desember 2019
433Sport

Jón Guðni krambúleraður eftir olnbogaskot frá Jóni Daða: „Ekki auðvelt að vera í burtu frá fjölskyldunni

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. október 2019 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég sjálfur er búinn að spila meira en í fyrra, það er jákvætt,“ sagði Jón Guðni Fjóluson, varnarmaður Krasnodar í Rússlandi, hann er mættur til landsins fyrir verkefni landsliðsins gegn Frakklandi og Andorra, í undankeppni EM.

Jón Guðni hefur verið frábær með Krasnodar á þessu tímabili en liðið er að berjast við topp úrvalsdeildarinnar, í Rússlandi. Fjölskylda Jóns er flutt heim til Ísland, unnusta hans og þrjú börn. Hann er því einn að mestu leyti í landinu þar sem Vladimir Putin, ræður ríkjum.

,,Það getur verið mjög erfitt á köflum, mikið hangs. Það er mikill tími á æfingasvæðinu og ferðalög, maður er ekki mikið heima. Það er ekki auðvelt að vera í burtu frá fjölskyldunni.“

Athygli vakti að Jón Guðni er með sár fyrir neðan augað, það er ekkert gefið eftir á landsliðsæfingum.

,,Það voru slagsmál á fyrstu æfingu, nei, nei. Ég lenti í samstuði við Jón Daða, ég fékk olnbogann í augað.“

Viðtalið við Jón Guðna er í heild hér að neðan.

Ísland Frakkland: Jón Guðni Fjóluson – 09.10.19 from DV Sjónvarp on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hefur borgað fyrir þúsund aðgerðir á börnum og gefur 100 þúsund börnum að borða

Hefur borgað fyrir þúsund aðgerðir á börnum og gefur 100 þúsund börnum að borða
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Flugvellinum í Liverpool lokað: Eigandi Liverpool um borð í vél sem endaði utan brautar

Flugvellinum í Liverpool lokað: Eigandi Liverpool um borð í vél sem endaði utan brautar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Harðneitar fyrir það að fuglinn hafi skitið upp í sig: Fjölskyldan gerir grín að honum fimm árum seinna

Harðneitar fyrir það að fuglinn hafi skitið upp í sig: Fjölskyldan gerir grín að honum fimm árum seinna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mourinho vildi ekki leyfa leikmönnum að horfa á rassskellinguna

Mourinho vildi ekki leyfa leikmönnum að horfa á rassskellinguna
433Sport
Í gær

Ekki allir ánægðir með komu Guðjóns: Rifrildi og umdeildur brottrekstur – ,,Einhvers staðar var farið yfir strikið“

Ekki allir ánægðir með komu Guðjóns: Rifrildi og umdeildur brottrekstur – ,,Einhvers staðar var farið yfir strikið“
433Sport
Í gær

Segir að Neymar sé grenjuskjóða – ,,Hann fer alltaf að grenja“

Segir að Neymar sé grenjuskjóða – ,,Hann fer alltaf að grenja“