fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433

Þórður Gunnar í Fylki – Helgi Valur framlengdi

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. október 2019 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Gunnar Hafþórssn er genginn í raðir Fylkis en hann kemur til félagsins frá Vestra.

Þetta staðfesti félagið í dag en Þórður er afar efnilegur leikmaður og er fæddur árið 2001.

Hann á þó að baki 66 meistaraflokksleiki í deild og bikar og gerir þriggja ára samning við Fylkismenn.

Á sama tíma tilkynnti félagið að Helgi Valu Daníelsson hefði skrifað undir nýjan samning.

Tilkynning Fylkis:

Þórður Gunnar í Fylki – Helgi Valur framlengir.

Þórður Gunnar Hafþórsson skrifaði í dag undir samning við Fylki og á sama tíma framlengdi Helgi Valur samning sinn við félagið.

Þórður Gunnar kemur til félagsins frá Vestra. Hann er fæddur 2001 og gríðarlega efnilegur leikmaður.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Þórður spilað 66 leiki í meistaraflokki í deild og bikar og skorað í þeim 11 mörk. Þórður hefur spilað 9 leiki með yngri landsliðum Íslands og skorað í þeim 1 mark. Samningur Þórðar er út tímabilið 2022.

Helgi Valur sem er fæddur 1981 var frábær með Fylki í sumar, spilaði 20 leiki og skoraði 4 mörk. Hann kom til baka til Fylkis í fyrra eftir langan tíma erlendis sem atvinnumaður. Helgi er margreyndur landsliðsmaður en hann spilaði 33 A – landsleiki og 38 leiki með yngri landsliðum Íslands. Samningur Helga er út næsta tímabil.

,, Þetta er afar ánægjuleg tíðindi fyrir okkur Árbæinga. Þórður er einstaklega skemmtilegur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér. Helgi Valur hefur leikið einstaklega vel frá því hann kom aftur heim og því frábært að hann muni taka slaginn með okkur á næsta tímabili.

,,Mig langar að þakka forsvarsmönnum Vestra fyrir góð samskipti í kringum félagsskipti Þórðar og óska þeim góðs gengis í Inkasso deildinni á næsta ári,“ segir Hrafnkell Helgi Helgason formaður mfl.ráðs hjá Fylki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“
433Sport
Í gær

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“