fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
433Sport

Segir að KR sé búið að leggja fram tilboð í Tryggva Hrafn – ,,Rétti tímapunkturinn fyrir hann að fara“

Victor Pálsson
Laugardaginn 19. október 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggvi Hrafn Haraldsson, leikmaður ÍA, er á leið til Íslandsmeistara KR fyrir næsta tímabil.

Frá þessu greinir fyrrum leikmaðurinn Kristján Óli Sigurðsson en hann er einn af umsjónarmönnum hlaðvarpsþáttarins Dr. Football.

Kristján greindi frá því í þætti gærdagsins að KR væri búið að leggja fram tilboð í sóknarmanninn.

,,Ég er með heimildarmenn út um allt land og Vesturbærinn er mér kær,“ sagði Kristján í þættinum.

,,Það er nú ekki flókið, þeir eru búnir að bjóða í besta leikmann Skagamanna, Tryggva Hrafn Haraldsson.“

Mikael Nikulásson, einn af sérfræðingum þáttarins, er á því máli að þetta séu góð kaup hjá KR og að Tryggvi eigi að taka stökkið.

,,Ég held að það sé tímapunkturinn fyrir hann að fara núna ef þetta er rétt hjá Stjána. Ég er hjartanlega sammála KR að bjóða í þennan dreng.“

,,Ég held að þetta sé rétti tíminn fyrir hann, hann var ekki að fitta þarna inn í sumar eftir góða byrjun og þetta er bara tímapunktur fyrir hann að fara.“

Umræðuna má heyra hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þessir leikir á Englandi fara fram á hlutlausum velli

Þessir leikir á Englandi fara fram á hlutlausum velli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?
433Sport
Í gær

Lögreglan gefur grænt ljós á heimaleiki en stórleikir eiga að fara á hlutlausa velli

Lögreglan gefur grænt ljós á heimaleiki en stórleikir eiga að fara á hlutlausa velli
433Sport
Í gær

Móðir Neymar hoppar aftur upp í rúm með unga drengnum

Móðir Neymar hoppar aftur upp í rúm með unga drengnum
433Sport
Í gær

Hafa eytt 85 milljörðum en ekki fundið þriðja hjólið undir bílinn

Hafa eytt 85 milljörðum en ekki fundið þriðja hjólið undir bílinn
433Sport
Í gær

Segir erfitt að fá menn til að ræða fjárhagserfiðleika: „Ég vil gera það fyrir opnum dyrum“

Segir erfitt að fá menn til að ræða fjárhagserfiðleika: „Ég vil gera það fyrir opnum dyrum“