fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Bergur sonur Hannesar stal senunni fyrir landsleikinn í gær: „Maður er stoltur af börnunum sínum“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. október 2019 08:45

Bergur og Hannes hressir fyrir leik. Mynd: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli í gær þegar Íslenska landsliðið mætti til leiks gegn Andorra að Hannes Þór Halldórsson, markvörður liðsins gekk inn á völlinn með syni sínum. Bergur Ari Hannesson, aðeins þriggja ára var mættur með pabba sínum. Ísland vann 2-0 sigur.

Það er ekki sjaldséð að sjá börn leikmanna labba inn á völlinn með þeim, en Bergur er í yngri kantinum. ,,Þetta er mjög skemmtilegt, ég á tvö börn og labbaði til leiks með dóttir mína gegn Moldóvu, í síðasta mánuði og núna yngri strákinn. Hann var ekki til friðs að fá að gera það sama,“ sagði Hannes þegar við spurðum hann út í þetta eftir leik í gær.

KSÍ vill helst að börnin sem leiði leikmenn til leiks séu 6 ára eða eldri, Bergur fékk undanþágu enda styttist í annan endan á landsliðsferli Hannesar. ,,Hann fékk undanþágu og stóð sig bara vel. Þetta var mjög skemmtilegt.“

Það vakti athygli að Bergur var mættur í markmannshanska líkt og pabbi hans, ekki oft sem það sést þegar börn leiða leikmenn til leiks. ,,Hann var bara alveg eins og pabbi sinn, var klár í leikinn.“

Hannes segir það vera skemmtilega stund að labba til leiks með börnin sín. ,,Ef ég tala fyrir sjálfan mig, þá er þetta skemmtilegt krydd. Maður er stoltur af börnunum sínum, það eru gaman ef þau er stolt af pabba sínum. Fái aðeins kynnast þessu umhverfi, ég hefði gefið mikið fyrir að prófa þetta þegar ég var barn. Þetta er skemmtilegt fyrir alla.“

Hér að neðan má sjá Hannes og Berg mæta til leiks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar