fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Einkunnir úr sigri landsliðsins á Andorra: Kolbeinn bestur

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. október 2019 20:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið vann öruggan heimasigur í undankeppni EM í kvöld er spilað var við Andorra. Fyrir leikinn var búist við þægilegum sigri Íslands en Andorra er alls ekki með frábært fótboltalið.

Fyrra mark leiksins skoraði Arnór Sigurðsson fyrir Ísland en hann kom boltanum í netið af stuttu færi á 38. mínútu. Staðan var svo orðin 2-0 á 65. mínútu er Kolbeinn Sigþórsson skoraði sitt 26. landsliðsmark.

Kolbeinn kláraði færi sitt af stakri snilld innan teigs og er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Gylfi Þór Sigurðsson gat bætt við þriðja marki Íslands á 73. mínútu en hann klikkaði þá á vítapunktinum.

Lokastaðan 2-0 fyrir Íslandi sem er enn í þriðja sæti riðilsins með 15 stig.

Vonir Íslands um að komast beint á EM eru hins vegar nánast úti eftir jafntefli Frakklands og Tyrklands á sama tíma. Tyrkland má tapa gegn Íslandi í nóvember en dugar að vinna þetta slaka Andorra lið í síðasta leik til að komast áfram.

Ísland þarf því líklegt að treysta á að komast á EM í gegnum umspil í Þjóðadeildinni en leikið er þann 26. og 31. mars.

Einkunnir eru hér að neðan.

Byrjunarlið Íslands:

Hannes Þór Halldórsson 6
Fékk nánast ekkert að gera, en gerði vel það sem hann átti að gera

Guðlaugur Victor Pálsson 6
Komst ágætlega frá sínu og gæti verið að eigna sér stöðuna í komandi verkefni.

Jón Guðni Fjóluson 6
Fín innkoma Jóns sem eins og aðrir í varnarlínunni þurfti lítið að gera.

Ragnar Sigurðsson (´68) 7
Hélt ró sinni þegar á þurfti og gerði fínt. Frábær stoðsending í marki Kolbeins.

Ari Freyr Skúlason 5
Hálf slappar fyrirgjafir frá Ara í dag sem komst oft í fínar stöður.

Arnór Sigurðsson 6
Tók markið sitt vel en var þess utan ekki í sínu besta formi, fyrirgjafir og sendingar voru ekki fyrsta flokks.

Gylfi Þór Sigurðsson 5
Fyrirliðinn var hálf slakur í dag miðað við hans standard, virkaði pirraður og klikkaði á víti.

Birkir Bjarnason (´70) 6
Fín frammistaða og kemst mjög vel frá þessum tveimur landsleikjum.

Arnór Ingvi Traustason 6
Gerði vel í að fiska vitið en var þess utan ekkert frábær.

Kolbeinn Sigþórsson 7 – Maður leiksins
Tók markið sitt frábærlega og var hættulegur, jafnaði markametið. Magnaður.

Alfreð Finnbogason (´64) 6
Hefði mátt fá betri þjónustu frá miðju og kanti.

Varamenn:

Jón Daði Böðvarsosn (´64) 5
Kom inn af ágætis krafti

Sverrir Ingi Ingason (´68) 6
Komst fínt frá sínu

Emil Hallfreðsson (´69) 6
Setti boltann nokkrum sinnum ágætlega í spil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi