Miðvikudagur 22.janúar 2020
433Sport

Deschamps kom síðast til Íslands fyrir 21 ári: Ætlar ekki að ræða þá viðureign við leikmennina

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. október 2019 17:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Didier Deschamps, þjálfari Frakklands er mættur aftur til Íslands í fyrsta sinn i 21 ár. Hann kom hingað síðast sem leikmaður Frakklands árið 1998.

Frakkar mæta laskaðir til leiks en Kylian Mbappe, stórstjarna liðsins mætti til æfinga en varð að hætta við að taka þátt. ,,Við mátum það þannig að Mbappe væri ekki leikfær, hann þyrfti meiri tíma til að ná sig. Mbappe vildi koma og reyna en það gekk ekki,“ sagði Deschamps í Laugardalnum í dag.

Hvaða maður mun fylla skarð Mbappe? ,,Mbappe hefur sérstök gæði sem fáir hafa, það er erfitt að fá alveg sömu týpuna inn. Við munum samt ekki breyta neinu, ég hefði alltaf valið að hafa Mbappe.“

Frakkar unnu 4-0 sigur á Íslandi í mars í undankeppni EM, Deschamps horfir ekki í það. ,,Við búumst ekki við eins leik, Ísland er betra lið á heimavelli. Aðstæður eru öðruvísi, þetta verður erfitt líkamlega. Ísland eru góðir í föstum leikatriðum, löngum innköstum sem þeir eru góðir í. Tæknilega eru þeir fínir og eru öflugir á heimavelli.“

Frakkar eru einnig án Paul Pogba og Hugo Lloris sem eru mikilvægir karakterar í hópnum. ,,Pogba og Lloris eru mikilvægir í hópnum, Lloris er okkar fyrirliði, Pogba er duglegur að láta í sér heyra, auðvitað vildi maður hafa alla. Við treystum hinum til að stíga upp.“

Deschamps staðfesti að Lucas Hernandez, bakvörður Bayern væri klár á morgun. ,,Ég veit ekki hvort hann sé leikfær í 90 mínútur en hann er klár.“

Hann var spurður um heimsókn sína hingað sem leikmaður árið 1998, þegar þá Heimsmeistarar Frakka komu og gerðu 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli. ,,Leikmenn tengja ekki mikið við leikinn frá 1998, þeir voru svo ungir. Ég man sjálfur vel eftir þeim leik. Við vorum búnir að vinna HM, það var ekkert vanmat þannig. Það var eitthvað annað sem olli jafntefli, ég mun ekki ræða þann leik við leikmennina. Ég mun heldur ekki ræða leikinn við þá í mars, við berum virðingu fyrir leikinn. Það eru sérstakar aðstæður, grasið er gott. Völlurinn er opinn og hlaupabraut, fáir áhorfendur. Leikmenn mínir eru ekki vanir slíkur en við tökum allan undirbúning alvarlega, ég mun ekkert fara yfir 1998 leikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tíu menn Arsenal náðu jafntefli gegn Chelsea – Tvö mörk undir lokin

Tíu menn Arsenal náðu jafntefli gegn Chelsea – Tvö mörk undir lokin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svakaleg dramatík í ensku úrvalsdeildinni: Klúður tímabilsins hjá Everton – Aguero hetja City

Svakaleg dramatík í ensku úrvalsdeildinni: Klúður tímabilsins hjá Everton – Aguero hetja City
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Chelsea og Arsenal: Martinelli byrjar

Byrjunarlið Chelsea og Arsenal: Martinelli byrjar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Misstu stjórn á skapinu gegn Liverpool og fengu ákæru

Misstu stjórn á skapinu gegn Liverpool og fengu ákæru
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Leikmaður Liverpool illa farinn eftir svakalegt samstuð – Ekki fyrir viðkvæma

Sjáðu myndirnar: Leikmaður Liverpool illa farinn eftir svakalegt samstuð – Ekki fyrir viðkvæma
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Athugaði hvort hann væri fullur í beinni eftir ástríðufulla ræðu

Sjáðu myndbandið: Athugaði hvort hann væri fullur í beinni eftir ástríðufulla ræðu
433Sport
Í gær

Kiddi Jak um umdeilda atvikið í stórleiknum í gær: Segir ákvörðunina rétta – ,,Sérstakt að hann hafi ekki tekið hana sjálfur“

Kiddi Jak um umdeilda atvikið í stórleiknum í gær: Segir ákvörðunina rétta – ,,Sérstakt að hann hafi ekki tekið hana sjálfur“
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið: Kompany brjálaðist út í eigin stuðningsmenn – Öskraði mikið

Sjáðu atvikið: Kompany brjálaðist út í eigin stuðningsmenn – Öskraði mikið